Innlent

Ákært í Eyjum fyrir nauðgun um verslunarmannahelgi

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Nauðgunin á að hafa átt sér stað í Vestmannaeyjum árið 2017.
Nauðgunin á að hafa átt sér stað í Vestmannaeyjum árið 2017. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun gegn fimmtán ára stúlku. Stúlkan hlaut áverka á kynfærum og endaþarmi og klórför á baki.

Atvikið átti sér stað í Vestmannaeyjum, um verslunarmannahelgi, aðfaranótt mánudagsins 7. ágúst árið 2017. Maðurinn er sakaður um að hafa farið með stúlkuna inn í lokað rými, hent henni í sófa og afklætt hana. Þar á hann að hafa beitt hana ofbeldi og haft við hana samræði og endaþarmsmök, án hennar samþykkis.

Þá segir í ákæru að hann hafi rifið í hár hennar og klórað bak hennar til blóðs. Stúlkan hafi tjáð manninum að hún vildi fara en hann hafi haldið áfram. En maðurinn er talinn hafa nýtt sér líkamlega yfirburði sína og þær aðstæður að stúlkan væri ein með honum, fjarri öðru fólki.

Þess er krafist að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og verði gert að greiða brotaþola þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskostnað.

Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Vestmannaeyjum í næstu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.