„Bjóst við að stressið yrði meira“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 16:31 Brynjar Ingi Bjarnason sækir að Henry Martín, framherja Mexíkó, í leiknum um helgina. getty/Matthew Pearce Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, þreytti frumraun sína með íslenska A-landsliðinu þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfaranótt sunnudags. Sviðið var stórt en leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Fjörutíu þúsund manns voru á leiknum. „Þetta var mögnuð upplifun. Mér var bara kastað í djúpu laugina og ég hef ekki upplifað svona áður. Það var smá sjokk þegar ég sá völlinn fyrst en ég bjóst við að stressið yrði meira,“ sagði Brynjar Ingi á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þegar ég var kominn inn á völlinn og leikurinn hófst var ég frekar rólegur og mér leið vel.“ Akureyringurinn kvaðst ánægður með sína frammistöðu ef frá eru talin mistökin sem hann gerði í fyrra marki Mexíkó. Brynjar Ingi hafði aldrei leikið fyrir íslenskt landslið fyrr en um helgina.getty/Matthew Pearce „Frammistaðan var mjög góð fyrir utan þessar tíu sekúndur þegar maður gerði mistök sem maður þarf að læra af,“ sagði Brynjar sem hefur verið í hópi bestu miðvarða Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár. Framundan eru tveir vináttulandsleikir til viðbótar, gegn Færeyjum og Póllandi. Brynjar ætlar að nýta tímann með landsliðinu til hins ítrasta. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sem leikmann. Ég ætla að taka þetta af alvöru og nýta tækifærið vel, ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Þetta gerist ekki stærra og maður verður að grípa tækifærið,“ sagði Brynjar. Brynjar Ingi hefur tekið stór skref fram á við á stuttum tíma.vísir/vilhelm Hann var ekki valinn í hóp U-21 landsliðsins sem fór á EM, stuðningsmönnum KA til mikillar gremju. Brynjar segist sjálfur ekki hafa gert sér vonir um að fara með á EM. „Ég gerði mér engar væntingar. Ég hafði ekkert verið í hópnum fram að þessu og bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja,“ sagði Brynjar sem lék aldrei fyrir yngri landslið Íslands. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55 „Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Sviðið var stórt en leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Fjörutíu þúsund manns voru á leiknum. „Þetta var mögnuð upplifun. Mér var bara kastað í djúpu laugina og ég hef ekki upplifað svona áður. Það var smá sjokk þegar ég sá völlinn fyrst en ég bjóst við að stressið yrði meira,“ sagði Brynjar Ingi á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þegar ég var kominn inn á völlinn og leikurinn hófst var ég frekar rólegur og mér leið vel.“ Akureyringurinn kvaðst ánægður með sína frammistöðu ef frá eru talin mistökin sem hann gerði í fyrra marki Mexíkó. Brynjar Ingi hafði aldrei leikið fyrir íslenskt landslið fyrr en um helgina.getty/Matthew Pearce „Frammistaðan var mjög góð fyrir utan þessar tíu sekúndur þegar maður gerði mistök sem maður þarf að læra af,“ sagði Brynjar sem hefur verið í hópi bestu miðvarða Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár. Framundan eru tveir vináttulandsleikir til viðbótar, gegn Færeyjum og Póllandi. Brynjar ætlar að nýta tímann með landsliðinu til hins ítrasta. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sem leikmann. Ég ætla að taka þetta af alvöru og nýta tækifærið vel, ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Þetta gerist ekki stærra og maður verður að grípa tækifærið,“ sagði Brynjar. Brynjar Ingi hefur tekið stór skref fram á við á stuttum tíma.vísir/vilhelm Hann var ekki valinn í hóp U-21 landsliðsins sem fór á EM, stuðningsmönnum KA til mikillar gremju. Brynjar segist sjálfur ekki hafa gert sér vonir um að fara með á EM. „Ég gerði mér engar væntingar. Ég hafði ekkert verið í hópnum fram að þessu og bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja,“ sagði Brynjar sem lék aldrei fyrir yngri landslið Íslands.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55 „Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55
„Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26