„Bjóst við að stressið yrði meira“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 16:31 Brynjar Ingi Bjarnason sækir að Henry Martín, framherja Mexíkó, í leiknum um helgina. getty/Matthew Pearce Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, þreytti frumraun sína með íslenska A-landsliðinu þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfaranótt sunnudags. Sviðið var stórt en leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Fjörutíu þúsund manns voru á leiknum. „Þetta var mögnuð upplifun. Mér var bara kastað í djúpu laugina og ég hef ekki upplifað svona áður. Það var smá sjokk þegar ég sá völlinn fyrst en ég bjóst við að stressið yrði meira,“ sagði Brynjar Ingi á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þegar ég var kominn inn á völlinn og leikurinn hófst var ég frekar rólegur og mér leið vel.“ Akureyringurinn kvaðst ánægður með sína frammistöðu ef frá eru talin mistökin sem hann gerði í fyrra marki Mexíkó. Brynjar Ingi hafði aldrei leikið fyrir íslenskt landslið fyrr en um helgina.getty/Matthew Pearce „Frammistaðan var mjög góð fyrir utan þessar tíu sekúndur þegar maður gerði mistök sem maður þarf að læra af,“ sagði Brynjar sem hefur verið í hópi bestu miðvarða Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár. Framundan eru tveir vináttulandsleikir til viðbótar, gegn Færeyjum og Póllandi. Brynjar ætlar að nýta tímann með landsliðinu til hins ítrasta. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sem leikmann. Ég ætla að taka þetta af alvöru og nýta tækifærið vel, ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Þetta gerist ekki stærra og maður verður að grípa tækifærið,“ sagði Brynjar. Brynjar Ingi hefur tekið stór skref fram á við á stuttum tíma.vísir/vilhelm Hann var ekki valinn í hóp U-21 landsliðsins sem fór á EM, stuðningsmönnum KA til mikillar gremju. Brynjar segist sjálfur ekki hafa gert sér vonir um að fara með á EM. „Ég gerði mér engar væntingar. Ég hafði ekkert verið í hópnum fram að þessu og bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja,“ sagði Brynjar sem lék aldrei fyrir yngri landslið Íslands. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55 „Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Sviðið var stórt en leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Fjörutíu þúsund manns voru á leiknum. „Þetta var mögnuð upplifun. Mér var bara kastað í djúpu laugina og ég hef ekki upplifað svona áður. Það var smá sjokk þegar ég sá völlinn fyrst en ég bjóst við að stressið yrði meira,“ sagði Brynjar Ingi á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þegar ég var kominn inn á völlinn og leikurinn hófst var ég frekar rólegur og mér leið vel.“ Akureyringurinn kvaðst ánægður með sína frammistöðu ef frá eru talin mistökin sem hann gerði í fyrra marki Mexíkó. Brynjar Ingi hafði aldrei leikið fyrir íslenskt landslið fyrr en um helgina.getty/Matthew Pearce „Frammistaðan var mjög góð fyrir utan þessar tíu sekúndur þegar maður gerði mistök sem maður þarf að læra af,“ sagði Brynjar sem hefur verið í hópi bestu miðvarða Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár. Framundan eru tveir vináttulandsleikir til viðbótar, gegn Færeyjum og Póllandi. Brynjar ætlar að nýta tímann með landsliðinu til hins ítrasta. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sem leikmann. Ég ætla að taka þetta af alvöru og nýta tækifærið vel, ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Þetta gerist ekki stærra og maður verður að grípa tækifærið,“ sagði Brynjar. Brynjar Ingi hefur tekið stór skref fram á við á stuttum tíma.vísir/vilhelm Hann var ekki valinn í hóp U-21 landsliðsins sem fór á EM, stuðningsmönnum KA til mikillar gremju. Brynjar segist sjálfur ekki hafa gert sér vonir um að fara með á EM. „Ég gerði mér engar væntingar. Ég hafði ekkert verið í hópnum fram að þessu og bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja,“ sagði Brynjar sem lék aldrei fyrir yngri landslið Íslands.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55 „Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55
„Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn