„Bjóst við að stressið yrði meira“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2021 16:31 Brynjar Ingi Bjarnason sækir að Henry Martín, framherja Mexíkó, í leiknum um helgina. getty/Matthew Pearce Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, þreytti frumraun sína með íslenska A-landsliðinu þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfaranótt sunnudags. Sviðið var stórt en leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Fjörutíu þúsund manns voru á leiknum. „Þetta var mögnuð upplifun. Mér var bara kastað í djúpu laugina og ég hef ekki upplifað svona áður. Það var smá sjokk þegar ég sá völlinn fyrst en ég bjóst við að stressið yrði meira,“ sagði Brynjar Ingi á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þegar ég var kominn inn á völlinn og leikurinn hófst var ég frekar rólegur og mér leið vel.“ Akureyringurinn kvaðst ánægður með sína frammistöðu ef frá eru talin mistökin sem hann gerði í fyrra marki Mexíkó. Brynjar Ingi hafði aldrei leikið fyrir íslenskt landslið fyrr en um helgina.getty/Matthew Pearce „Frammistaðan var mjög góð fyrir utan þessar tíu sekúndur þegar maður gerði mistök sem maður þarf að læra af,“ sagði Brynjar sem hefur verið í hópi bestu miðvarða Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár. Framundan eru tveir vináttulandsleikir til viðbótar, gegn Færeyjum og Póllandi. Brynjar ætlar að nýta tímann með landsliðinu til hins ítrasta. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sem leikmann. Ég ætla að taka þetta af alvöru og nýta tækifærið vel, ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Þetta gerist ekki stærra og maður verður að grípa tækifærið,“ sagði Brynjar. Brynjar Ingi hefur tekið stór skref fram á við á stuttum tíma.vísir/vilhelm Hann var ekki valinn í hóp U-21 landsliðsins sem fór á EM, stuðningsmönnum KA til mikillar gremju. Brynjar segist sjálfur ekki hafa gert sér vonir um að fara með á EM. „Ég gerði mér engar væntingar. Ég hafði ekkert verið í hópnum fram að þessu og bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja,“ sagði Brynjar sem lék aldrei fyrir yngri landslið Íslands. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55 „Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Sviðið var stórt en leikurinn fór fram á AT&T leikvanginum í Dallas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Fjörutíu þúsund manns voru á leiknum. „Þetta var mögnuð upplifun. Mér var bara kastað í djúpu laugina og ég hef ekki upplifað svona áður. Það var smá sjokk þegar ég sá völlinn fyrst en ég bjóst við að stressið yrði meira,“ sagði Brynjar Ingi á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Þegar ég var kominn inn á völlinn og leikurinn hófst var ég frekar rólegur og mér leið vel.“ Akureyringurinn kvaðst ánægður með sína frammistöðu ef frá eru talin mistökin sem hann gerði í fyrra marki Mexíkó. Brynjar Ingi hafði aldrei leikið fyrir íslenskt landslið fyrr en um helgina.getty/Matthew Pearce „Frammistaðan var mjög góð fyrir utan þessar tíu sekúndur þegar maður gerði mistök sem maður þarf að læra af,“ sagði Brynjar sem hefur verið í hópi bestu miðvarða Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö ár. Framundan eru tveir vináttulandsleikir til viðbótar, gegn Færeyjum og Póllandi. Brynjar ætlar að nýta tímann með landsliðinu til hins ítrasta. „Þetta er mjög stórt fyrir mig sem leikmann. Ég ætla að taka þetta af alvöru og nýta tækifærið vel, ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Þetta gerist ekki stærra og maður verður að grípa tækifærið,“ sagði Brynjar. Brynjar Ingi hefur tekið stór skref fram á við á stuttum tíma.vísir/vilhelm Hann var ekki valinn í hóp U-21 landsliðsins sem fór á EM, stuðningsmönnum KA til mikillar gremju. Brynjar segist sjálfur ekki hafa gert sér vonir um að fara með á EM. „Ég gerði mér engar væntingar. Ég hafði ekkert verið í hópnum fram að þessu og bjóst ekki við að þeir myndu hræra upp í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig undir hvort tveggja,“ sagði Brynjar sem lék aldrei fyrir yngri landslið Íslands.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55 „Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Aron Einar klár en Birkir Már ekki með vegna þéttrar dagskrár Vals Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir líklegt að hann verði með sama hóp í leikjunum gegn Færeyjum og Pólverjum. 1. júní 2021 14:55
„Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“ Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags. 1. júní 2021 14:26