Real staðfestir komu Ancelotti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2021 20:00 Carlo Ancelotti er tekinn við Real Madrid á nýjan leik. Hann leysir Zinedine Zidane af hólmi en hér eru þeir á árum áður er Ancelotti var aðalþjálfari liðsins en Zidane aðstoðarþjálfari. EPA-EFE/JuanJo Martin Real Madrid hefur staðfest að Carlo Ancelotti verði næsti þjálfari liðsins. Tekur hann við af Zinedine Zidane sem sagði starfi sínu lausu að lokinni nýafstaðinni leiktíð. Ítalinn Ancelotti er öllum hnútum kunnugur í Madríd en hann stýrði Real frá 2013 til 2015. Þar stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna spænska Konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann hefur nú samið við félagið að nýju og skrifaði undir þriggja ára samning. Throwback to La Decima, Carlo Ancelotti s greatest triumph at Real Madrid pic.twitter.com/8KdgSNLEHu— B/R Football (@brfootball) June 1, 2021 Í desember 2019 tók hann við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Liðið endaði í 13. sæti þá leiktíð en á nýafstaðinni leiktíð var Everton lengi vel í baráttunni um Evrópusæti en fataðist flugið fyrir rest og lauk leik í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nú er ljóst að Ancelotti mun ekki gera aðra atlögu að Evrópusæti með Everton þar sem hann er farinn til höfuðborgar Spánar á nýjan leik. Hinn 61 árs gamli Ancelotti tjáði sig á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Þar þakkar hann Everton, leikmönnum og stuðningsfólki fyrir frábæra tíma en hann leiti nú að nýjum áskorunum hjá félagi sem hefur alltaf staðið honum nærri, Real Madrid. I would like to thank Everton FC, my players and the supporters for giving me the opportunity to manage this fantastic and historical club. I decided to leave as I have a new challenge with a team that was always in my heart, Real Madrid. pic.twitter.com/SDV8T7qMDR— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) June 1, 2021 Ancelotti hefur á ferli sínum sem þjálfari unnið alls 15 titla. Hann hefur stýrt liðum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, París Saint-Germain, Bayern München og Napoli. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Ítalinn Ancelotti er öllum hnútum kunnugur í Madríd en hann stýrði Real frá 2013 til 2015. Þar stýrði hann liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu ásamt því að vinna spænska Konungsbikarinn, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Hann hefur nú samið við félagið að nýju og skrifaði undir þriggja ára samning. Throwback to La Decima, Carlo Ancelotti s greatest triumph at Real Madrid pic.twitter.com/8KdgSNLEHu— B/R Football (@brfootball) June 1, 2021 Í desember 2019 tók hann við enska úrvalsdeildarfélaginu Everton og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning. Liðið endaði í 13. sæti þá leiktíð en á nýafstaðinni leiktíð var Everton lengi vel í baráttunni um Evrópusæti en fataðist flugið fyrir rest og lauk leik í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nú er ljóst að Ancelotti mun ekki gera aðra atlögu að Evrópusæti með Everton þar sem hann er farinn til höfuðborgar Spánar á nýjan leik. Hinn 61 árs gamli Ancelotti tjáði sig á Twitter-síðu sinni nú fyrir skömmu. Þar þakkar hann Everton, leikmönnum og stuðningsfólki fyrir frábæra tíma en hann leiti nú að nýjum áskorunum hjá félagi sem hefur alltaf staðið honum nærri, Real Madrid. I would like to thank Everton FC, my players and the supporters for giving me the opportunity to manage this fantastic and historical club. I decided to leave as I have a new challenge with a team that was always in my heart, Real Madrid. pic.twitter.com/SDV8T7qMDR— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) June 1, 2021 Ancelotti hefur á ferli sínum sem þjálfari unnið alls 15 titla. Hann hefur stýrt liðum á borð við Juventus, AC Milan, Chelsea, París Saint-Germain, Bayern München og Napoli.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira