De Bruyne sleppur við skurðarborðið og verður með á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 09:30 Kevin De Bruyne fór grátandi af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Carl Recine Belgar fengu góðar fréttir í gær þegar landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez sagði frá því að Kevin De Bruyne yrði væntanlega með á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira