Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 12:41 Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, slær tóninn fyrir leiðtogafund Biden og Pútín. Vísir/EPA Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO. Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO.
Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31