Biden og Pútín funda í Genf Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 14:31 Frá fundi Bidens og Pútíns árið 2011. AP(Alexei Druzhinin Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. Biden mun ferðast til Evrópu í næsta mánuði. Fyrst fer hann til Bretlands á leiðtogafund G7 ríkjanna og því næst fer hann til Brussel á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann mun síðan eiga fund með Putin í Genf hinn 16. júní. Í stuttri yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir að Biden vilji ræða við Pútín um ýmis málefni og að markmið ríkisstjórnar Bidens sé að koma stöðugleika á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Biden lagði fyrst til við Pútín að þeir myndu hittast er þær ræddu saman í síma í apríl. Þá var ríkisstjórn Bidens að undirbúa refsiaðgerðir gegn Rússlandi í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem Biden hafði verið við völd. Þær refsiaðgerðir voru til komnar vegna þess að eitrað var fyrir Alexei Navalní og vegna SolarWinds tölvuárásarinnar. Í kosningabaráttu Bidens og Donalds Trump, fyrrverandi forseta, gagnrýndi Biden forvera sinn harðlega fyrir það hvernig hann háttaði samskiptum sínum við Pútín. Sjá einnig: Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Skömmu eftir að hann tók við embætti sagði Biden að hann ætlaði að herða afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist forsetinn til að mynda hafa sagt Pútín í síma að Bandaríkin myndu ekki lengur lúffa fyrir Rússlandi og sætta sig við óvinveittar aðgerðir Rússa. Vísaði hann þar til afskipta af forsetakosningum, tölvuárása og banatilræða með taugaeitri. Bandaríkin Joe Biden Rússland Sviss Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Biden mun ferðast til Evrópu í næsta mánuði. Fyrst fer hann til Bretlands á leiðtogafund G7 ríkjanna og því næst fer hann til Brussel á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann mun síðan eiga fund með Putin í Genf hinn 16. júní. Í stuttri yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir að Biden vilji ræða við Pútín um ýmis málefni og að markmið ríkisstjórnar Bidens sé að koma stöðugleika á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Biden lagði fyrst til við Pútín að þeir myndu hittast er þær ræddu saman í síma í apríl. Þá var ríkisstjórn Bidens að undirbúa refsiaðgerðir gegn Rússlandi í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem Biden hafði verið við völd. Þær refsiaðgerðir voru til komnar vegna þess að eitrað var fyrir Alexei Navalní og vegna SolarWinds tölvuárásarinnar. Í kosningabaráttu Bidens og Donalds Trump, fyrrverandi forseta, gagnrýndi Biden forvera sinn harðlega fyrir það hvernig hann háttaði samskiptum sínum við Pútín. Sjá einnig: Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Skömmu eftir að hann tók við embætti sagði Biden að hann ætlaði að herða afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist forsetinn til að mynda hafa sagt Pútín í síma að Bandaríkin myndu ekki lengur lúffa fyrir Rússlandi og sætta sig við óvinveittar aðgerðir Rússa. Vísaði hann þar til afskipta af forsetakosningum, tölvuárása og banatilræða með taugaeitri.
Bandaríkin Joe Biden Rússland Sviss Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira