Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 11:30 RÚV-arar fagna afsökunarbeiðninni frá Samherja en ... fnnst hún heldur loðin. Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. „Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Afsökunarbeiðni Samherja sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins í gær hefur vakið talsverða athygli. Hún kemur í kjölfar þess að greint var frá bollaleggingum hinnar svokölluðu skæruliðadeildar fyrirtækisins; Þorbjörns Þórðarsonar PR-ráðgjafa Samherja, Örnu Bryndísi McClure lögfræðingi Samherja og Páli Steingrímssyni skipsstjóra Samherja og meintum pistlahöfundi. Hver er að biðjast afsökunar? Samherjamenn hafa alfarið hafnað því að veita RÚV viðtal eftir að frægur Kveiksþáttur um starfsemi Samherja í Namibíu birtist fyrir um tæpum tveimur árum. En hafa þess í stað ráðist í herferð sem miðar að því að gera fréttaflutning Ríkisútvarpsins og fleiri miðla ótrúverðugan. Heiðar Örn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni í gær, segir að með afsökunarbeiðninni kveði við nýja tón úr þeirri áttinni, sem sé gott og vonandi verði framhald þar á. En það er eitt og annað í afsökunarbeiðninni sem vefst fyrir RÚV-urum og reyndar ýmsum öðrum sem hafa tjáð sig um afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni - einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni?“ spyr varafréttastjórinn. Á hverju er verið að biðjast afsökunar? Í öðru lagi liggur ekki ljóst fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar, eins og Heiðar Örn fer yfir: „Þar segir eingöngu að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í harkalegum viðbrögðum við „neikvæðri umfjöllun“ og á þeirri framgöngu vilji fyrirtækið biðjast afsökunar. Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms? Eru það njósnir um aðra fjölmiðlamenn og listamenn? Er það kannski allt þetta eða eitthvað annað sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu?“ Hvern er verið að biðja afsökunar? Og í þriðja lagi, segir Heiðar Örn, er ekki skýrt hvern er verið að biðja afsökunar sem af sjálfu leiðir, meðan ekki liggur fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar á: „Er verið að biðja Helga Seljan afsökunar? Eða allan almenning? Eða kannski bara starfsfólk Samherja?“ Heiðar Örn segir að kannski hefði afsökunarbeiðnin verið betri ef skýrara væri hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur ekki viljað veita RÚV viðtal í kjölfar afsökunarbeiðninnar. Helgi Seljan vonar, í samtali við fréttastofu RÚV, að orðum Samherja fylgi efndir, vonar að um sé að ræða einlæga afsökunarbeiðni og að fyrirtækið ætli að breyta um kúrs; taki upp eðlileg samskipti við fjölmiðla. „Þá á ég við að þeir svari hreint og undanbragðalaust og upplýsi um þessi atriði sem við erum búin að vera á höttunum eftir í eitt og hálft ár.“ Helgi segir að fyrir liggi atburðir á þessu einu og hálfa ári sem afsökunarbeiðnin slái ekki striki yfir. Hann hafi ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá Samherja og tekur ekki þessa afsökunarbeiðni til sín prívat og persónulega. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins. Afsökunarbeiðni Samherja sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins í gær hefur vakið talsverða athygli. Hún kemur í kjölfar þess að greint var frá bollaleggingum hinnar svokölluðu skæruliðadeildar fyrirtækisins; Þorbjörns Þórðarsonar PR-ráðgjafa Samherja, Örnu Bryndísi McClure lögfræðingi Samherja og Páli Steingrímssyni skipsstjóra Samherja og meintum pistlahöfundi. Hver er að biðjast afsökunar? Samherjamenn hafa alfarið hafnað því að veita RÚV viðtal eftir að frægur Kveiksþáttur um starfsemi Samherja í Namibíu birtist fyrir um tæpum tveimur árum. En hafa þess í stað ráðist í herferð sem miðar að því að gera fréttaflutning Ríkisútvarpsins og fleiri miðla ótrúverðugan. Heiðar Örn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni í gær, segir að með afsökunarbeiðninni kveði við nýja tón úr þeirri áttinni, sem sé gott og vonandi verði framhald þar á. En það er eitt og annað í afsökunarbeiðninni sem vefst fyrir RÚV-urum og reyndar ýmsum öðrum sem hafa tjáð sig um afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar. Það er enginn skrifaður fyrir þessari afsökunarbeiðni - einungis sagt að Samherji vilji biðjast afsökunar á framgöngu ótilgreindra stjórnenda fyrirtækisins. Hvers vegna eru það ekki stjórnendurnir sjálfir sem biðjast afsökunar á framgöngu sinni?“ spyr varafréttastjórinn. Á hverju er verið að biðjast afsökunar? Í öðru lagi liggur ekki ljóst fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar, eins og Heiðar Örn fer yfir: „Þar segir eingöngu að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í harkalegum viðbrögðum við „neikvæðri umfjöllun“ og á þeirri framgöngu vilji fyrirtækið biðjast afsökunar. Hvaða harkalegu viðbrögð er átt við? Eru það myndböndin sem framleidd voru þar sem fréttamenn Kveiks voru meðal annars sakaðir um að falsa skjöl til stuðnings umfjöllun sinni? Eru tilraunir til að hafa af fjölmiðlafólki æruna? Er það „spæjarinn“ sem elti Helga Seljan á röndum, sat fyrir honum á kaffihúsi og sendi ógnandi sms? Eru það njósnir um aðra fjölmiðlamenn og listamenn? Er það kannski allt þetta eða eitthvað annað sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu?“ Hvern er verið að biðja afsökunar? Og í þriðja lagi, segir Heiðar Örn, er ekki skýrt hvern er verið að biðja afsökunar sem af sjálfu leiðir, meðan ekki liggur fyrir á hverju er verið að biðjast afsökunar á: „Er verið að biðja Helga Seljan afsökunar? Eða allan almenning? Eða kannski bara starfsfólk Samherja?“ Heiðar Örn segir að kannski hefði afsökunarbeiðnin verið betri ef skýrara væri hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur ekki viljað veita RÚV viðtal í kjölfar afsökunarbeiðninnar. Helgi Seljan vonar, í samtali við fréttastofu RÚV, að orðum Samherja fylgi efndir, vonar að um sé að ræða einlæga afsökunarbeiðni og að fyrirtækið ætli að breyta um kúrs; taki upp eðlileg samskipti við fjölmiðla. „Þá á ég við að þeir svari hreint og undanbragðalaust og upplýsi um þessi atriði sem við erum búin að vera á höttunum eftir í eitt og hálft ár.“ Helgi segir að fyrir liggi atburðir á þessu einu og hálfa ári sem afsökunarbeiðnin slái ekki striki yfir. Hann hafi ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá Samherja og tekur ekki þessa afsökunarbeiðni til sín prívat og persónulega.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 30. maí 2021 17:06