Erlent

Vísindamenn uggandi vegna nýrrar bylgju

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bólusetningar hafa gengið vel en blikur eru á lofti.
Bólusetningar hafa gengið vel en blikur eru á lofti. epa/Andy Rain

Vísindamenn í Bretlandi vara nú við því að ýmislegt bendi til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin þar í landi. 

Til stendur að afnema allar sóttvarnareglur í landinu þann 21. júní en vísindamennirnir vara við þeirri áætlun í ljósi stöðunnar.

Þrátt fyrir að vel hafi gengið að bólusetja breskan almeninng virðist veiran vera að dreifa sér hraðar en hún gerði um tíma, í það minnsta sumstaðar í landinu og er það aðallega fyrir tilstilli indverska afbrigðis veirunnar. 

Martin McKee prófessor segist í samtali við Guardian vera þeirrar skoðunnar að þriðja bylgjan sé hafi þar í landi og því sé allt of mikil áhætta fólgin í því að létta mikið á sóttvarnareglum í júnímánuði. 

Talsmenn ríkisstjórnar Breta segja enn of snemmt að segja til um hvort hin fyrirhugaða aflétting á reglum síðari hluta júnímánaðar verði að veruleika.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×