Innlent

Þrjár konur leiða lista VG í Suður­kjör­dæmi

Sylvía Hall skrifar
Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður og Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður UVG.
Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður og Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður UVG.

Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur samþykkt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Þrjár konur skipa efstu sæti listans og mun nýr oddviti leiða flokkinn í kjördæminu.

Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður og Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður UVG raða sér þannig í efstu þrjú sætin. Rúnar Gíslason lögreglumaður er í fjórða sætinu og Helga Tryggvadóttir í því fimmta.

Á fundi flokksins á Hótel Fljótshlíð í dag hélt Hólmfríður ræðu og sagði að nú þyrfti að halda á lofti góðum verkum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið. Verkefnin framundan væru mörg og stór, mikilvægt væri að vinna gegn fátækt, kynbundnu ofbeldi, mismunun og atvinnuleysi í kjölfar Covid.

Listinn er eftirfarandi:

 1. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri
 2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður
 3. Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna
 4. Rúnar Gíslason, lögreglumaður
 5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi
 6. Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi
 7. Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 8. Sigurður Torfi Sigurðsson, verkefnisstjóri
 9. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur
 10. Ásgeir Rúnar Helgason, lýðheilsufræðingur
 11. Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur
 12. Þorsteinn Kristinsson, kerfisfræðingur
 13. Hörður Þórðarsson, leigubílsstjóri
 14. Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi
 15. Guðmundur Ólafsson, bóndi og vélfræðingur
 16. Kjartan Ágústsson, bóndi og kennari
 17. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður
 18. Linda Björk Kvaran, kennari og náttúrufræðingur
 19. Sæmundur Helgason, kennari og sveitarstjórnarmaður
 20. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður

Tengdar fréttir

Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.