Fjölmiðlafrumvarpið áfangasigur: Vill RÚV af auglýsingamarkaði en jafnframt bæta tækjutapið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2021 10:48 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm „Ég tel að það þurfi að ganga lengra. Það sem mér finnst mjög mikilvægt er að samkeppniseftirlitið sé heilbrigt. Ég myndi vilja að RÚV væri ekki á auglýsingamarkaði en það hefur ekki náðst sátt um það hvernig við förum í þær breytingar.“ Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu í morgun, þar sem fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var til umræðu. Frumvarpið var samþykkt í gær en það kveður á um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins en Lilja vísaði til þess að í stjórnarsáttmálanum væri talað um að styrkja stöðu fjölmiðla. Ýmsar útfærslur hefðu verið skoðaðar þegar hún settist í ráðherrastól og endurgreiðslan hefði verið ein þeirra. „Það var alveg ljóst að þetta yrði brekka,“ sagði ráðherrann í Bítinu. „En aðalatriðið er að við náðum að klára þetta mál.“ „Þetta er fyrsta skrefið í því að styðja betur við fjölmiðla,“ sagði Lilja þegar gengið var á hana og sagði svokallað „sólarlagsákvæði“ til marks um það að málinu væri ekki lokið; það þyrfti meðal annars að skoða breytt landslag í fjölmiðlum, streymisveiturnar og stöðu RÚV. Ráðherrann sagðist sjálf vilja RÚV af auglýsingamarkaði en það þyrfti að gerast í skrefum og að athuguðu máli og að menn hefðu ekki náð saman um hvernig það yrði gert. „Það verður að ríkja sátt um það hvernig RÚV fer af auglýsingamarkaði,“ sagði Lilja. Viljinn væri til staðar en ekki hefði náðst sátt um útfærsluna. Framsóknarflokkurinn vildi koma til móts við tekjufall RÚV, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sagði hún frumvarpið sem samþykkt var í gær „áfangasigur“. „Við höfum ekki séð svona frumvarp áður.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu í morgun, þar sem fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var til umræðu. Frumvarpið var samþykkt í gær en það kveður á um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins en Lilja vísaði til þess að í stjórnarsáttmálanum væri talað um að styrkja stöðu fjölmiðla. Ýmsar útfærslur hefðu verið skoðaðar þegar hún settist í ráðherrastól og endurgreiðslan hefði verið ein þeirra. „Það var alveg ljóst að þetta yrði brekka,“ sagði ráðherrann í Bítinu. „En aðalatriðið er að við náðum að klára þetta mál.“ „Þetta er fyrsta skrefið í því að styðja betur við fjölmiðla,“ sagði Lilja þegar gengið var á hana og sagði svokallað „sólarlagsákvæði“ til marks um það að málinu væri ekki lokið; það þyrfti meðal annars að skoða breytt landslag í fjölmiðlum, streymisveiturnar og stöðu RÚV. Ráðherrann sagðist sjálf vilja RÚV af auglýsingamarkaði en það þyrfti að gerast í skrefum og að athuguðu máli og að menn hefðu ekki náð saman um hvernig það yrði gert. „Það verður að ríkja sátt um það hvernig RÚV fer af auglýsingamarkaði,“ sagði Lilja. Viljinn væri til staðar en ekki hefði náðst sátt um útfærsluna. Framsóknarflokkurinn vildi koma til móts við tekjufall RÚV, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sagði hún frumvarpið sem samþykkt var í gær „áfangasigur“. „Við höfum ekki séð svona frumvarp áður.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira