Erlent

Allir 30 ára og eldri geta bókað tíma í bólusetningu á Englandi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Minna en hálft ár er liðið frá því að Bretar hófu bólusetningar gegn Covid-19 en þeim hefur tekist að vinna sig jafnt og þétt niður forgangs- og aldursröðina.
Minna en hálft ár er liðið frá því að Bretar hófu bólusetningar gegn Covid-19 en þeim hefur tekist að vinna sig jafnt og þétt niður forgangs- og aldursröðina. epa/Will Oliver

Nú geta allir 30 ára og eldri bókað tíma í bólusetningu á Englandi. Um milljón manns verða boðaðir í bólusetningu á næstu dögum en einstaklingar 39 ára og yngri og óléttar konur verða bólusettar með bóluefnunum frá Pfizer eða Moderna.

Á sumum svæðum hafa yfirvöld ákveðið að hraða bólusetningum vegna útbreiðslu indverska afbrigðisins svokallaða. Þá hefur verið ákveðið að gefa 50 ára og eldri og fólki í áhættuhópum seinni skammtinn fyrr en ella hefði verið gert.

Um 38 milljón manns hafa fengið fyrsta skammt af bóluefnunum gegn Covid-19 og 23 milljónir eru fullbólusettar. Allir íbúar sem hafa fengið boð í bólusetningu eru hvattir til að bóka tíma á einum af þeim 1.600 stöðum þar sem verið er að bólusetja.

„Að þiggja bólusetningu er það mikilvægasta sem við getum gert til að vernda okkur sjálf, fjölskyldu okkar og samfélagið gegn Covid-19 og þær hafa þegar bjargað þúsundum lífa,“ segir Nikki Kanani, framkvæmdastjóri lækninga hjá opinberu heilbrigðisþjónustunni NHS.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×