Allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2021 22:00 Brynjar Gauti í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er eiginlega bara djöfulleg,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, eftir 1-0 tap liðsins fyrir KA í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Stjarnan leitar enn síns fyrsta sigurs í deildinni. „Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira
„Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45