Umfjöllun og viðtal: ÍA - Breiðablik 2-3 | Breiðablik kláraði ÍA í seinni hálfleik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. maí 2021 21:15 Gísli Eyjólfsson kom Blikum yfir á Skipaskaga. Vísir/Vilhelm Flóðgáttirnar gáfu sig í síðari hálfleik upp á Skaga þar sem Breiðablik vann 3-2 sigur á heimamönnum í ÍA er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Það var frábært Faxaflóaveður á Akranesi fyrr í kvöld þegar að heimamenn í ÍA tóku á móti Breiðablik úr Kópavogi. Léttur andvari í loftinu og örlítil rigning, sem reyndar átti eftir að aukast. Akurnesingar voru fyrir leikinn í níunda sæti Pepsi Max deildarinnar með fimm stig en Breiðablik voru í fimmta sætinu með sjö stig. Thomas Mikkelsen var ekki með gestunum vegna meiðsla og þá var Ólíver Sigurjónsson tæpur og byrjaði á bekknum. Hjá ÍA voru gerðar fimm breytingar frá síðasta leik. Í síðustu umferð unnu bæði liðin góða sigra. ÍA vann HK í Kórnum 1-3 á meðan að Blikar gerðu vel í því að sigra Stjörnuna fremur auðveldlega 4-0. Það er skemmst frá því að segja að það voru gestirnir sem voru betri í þessum leik og unnu að lokum fínan sigur 2-3. Breiðablik byrjaði leikinn betur og átti Kristinn Steindórsson til að mynda skot sem var blokkað af varnarmanni. Skagamenn á þessum fyrstu mínútum voru mikið að reyna að komast aftur fyrir Höskuld Gunnlaugsson sem er að spila í hægri bakverðinum hjá Breiðablik. Höskuldi þykir ekki leiðinlegt að sækja og skilaði þessi taktík heimamönnum nokkrum ágætum stöðum þó þeir hafi ekki náð að skapa sér nema eitt færi í fyrri hálfleik. Á 12. mínútu leiksins áttu þeir hornspyrnu, boltinn fór á fjærstöngina þar sem Arnar Már skallaði að marki en boltinn fór beint í höndina á Höskuldi. Ekkert dæmt og voru ÍA ekki sáttir við það. Fyrst alvöru dauðafærið samt dagins ljós á 15. mínútu og var þar á ferðinni Jason Daði Svanþórsson. Árni Vilhjálmsson komst inn í teiginn hægra megin og sendi fyrir á Jason Daða sem var dauðafrír fyrir opnu marki en skóflaði boltanum yfir. Það sem eftir lifði hálfleiksins áttu Breiðablik að mestu leiti sviðið, og þá sérstaklega Gísli Eyjólfsson sem var að finna svæðið milli miðju og varnar heimamanna sem voru duglegir við að tapa boltanum á erfiðum stöðum. Gísli skaut til dæmis framhjá úr góðu færi á 32. mínútu eftir góðan sprett. Það var svo á 42. mínútu sem dró til tíðinda. Kristinn Steindórsson fékk boltann á miðjunni og var fljótur að finna Gísla sem var á spretti upp vinstri kantinn. Gísli fór inn á teiginn, lék á Arnar Má með snöggri hreyfingu og skoraði á nærstöngina framhjá Dino Hodzic í markinu. Mögulega átti boltinn einhverja viðkomu í Alex Davey, varnarmanni skagamanna. Breiðablik fékk svo strax dauðafæri í kjölfarið þegar að Tamburini bjargaði á marklínu frá Kristni Steindórssyni eftir að Blikarnir höfðu komist í stöðuna fjórir á móti einum. Staðan þó einungis 0-1 í hálfleik og ekkert útséð um hvernig þessi leikur myndi enda. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari Skagamanna gerði þrjár breytingar í hálfleik og skiluðu þær sér strax á 47. mínútu þegar að varamaðurinn Brynjar Snær Pálsson tók hornspyrnu sem rataði á kollinn á Viktori Jónssyni utarlega í teignum. Viktor átti frábæran skalla og Anton Ari kom engum vörnum við. Flott mark hjá Viktori sem átti virkilega líflegan dag í fremstu víglínu. Það voru svo gestirnir sem að skoruðu næstu tvö mörk. Það fyrra í slysalegri kantinum þegar að Gísli átti ágætis sprett upp að endalínunni á 56. mínútu þar sem hann var stöðvaður af Óttari Bjarna varnarmanni ÍA. Óttar ætlaði svo að láta boltann fara aftur fyrir en Gísli tók einfaldlega boltann, negldi honum fyrir á Jason Daða sem skoraði. Flott mark en virkilega klaufalegt hjá Óttari. Árni Vilhjálmsson kom svo Blikum í 1-3 á 78. mínútu þegar að Jason daði fann hann með fyrirgjöf sem Árni stýrði ofarlega í nærhornið. Þarna bjuggust margir, þar á meðal fréttaritari við því að leiknum væri lokið, en nei! Steinar Þorsteinsson skoraði fínt mark úr þröngu færi fyrir heimamenn á 89. mínútu. 2-3 og ljóst að uppbótartíminn yrði barningur. Blikar gerðu ágætlega í því að fá ekki á sig alvöru færi og niðurstaðan mikilvægur sigur á útivelli. Hvers vegna vann Breiðablik? Breiðablik vann þennan leik að nokkru leiti á einstaklingsgæðum. Þeir hafa ansi marga frambærilega leikmenn í framliggjandi stöðunum sem eru virkilega fljótir að snúa vörn í sókn. Í eðlilegu árferði hefðu Blikarnir sennilega sett fleiri mörk en þeir gengu þrátt fyrir það sáttir frá borði. Þetta var þó alls ekki gallalaus frammistaða hjá Breiðablik sem áttu mjög erfitt með Viktor Jónsson framherja ÍA. Hvað gekk vel? Samvinna fremstu manna Breiðabliks. Þeirra Gísla, Kristins, Árna og Jason Daða gekk frábærlega í þessum leik og hefðu þeir átt að skora fleiri mörk. Gísli var bestur í fyrri hálfleiknum og Jason Daði í þeim síðari. Skemmtilegt og léttleikandi á að horfa. Árni, sem spilaði fremstur var duglegur að koma niður, fá boltann í fæturna og skila honum á hina sem hlupu í kringum hann. Hvað gekk illa? Tapaðir boltar heimamanna gerðu þeim erfitt fyrir í þessum leik. Þeir Ísak Snær og Jón Gísli Eyland á miðjunni hjá ÍA voru mikið að tapa boltanum á vondum stöðum sem gerði Blikum kleyft að sækja hratt. Þá hefði vörn liðsins átt að gera betur í bæði mörkum eitt og tvö. Hvað næst? Liðin eru enn í sömu sætum deildarinnar eftir leikinn. ÍA í níunda sæti og Breiðablik í því fimmta. Blikar sitja hjá í næstu umferð vegna landsleikja en ÍA mætir 30. maí eins og ekkert hafi í skorist og leikur við KR á Meistaravöllum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik
Flóðgáttirnar gáfu sig í síðari hálfleik upp á Skaga þar sem Breiðablik vann 3-2 sigur á heimamönnum í ÍA er liðin mættust í Pepsi Max deild karla í kvöld. Það var frábært Faxaflóaveður á Akranesi fyrr í kvöld þegar að heimamenn í ÍA tóku á móti Breiðablik úr Kópavogi. Léttur andvari í loftinu og örlítil rigning, sem reyndar átti eftir að aukast. Akurnesingar voru fyrir leikinn í níunda sæti Pepsi Max deildarinnar með fimm stig en Breiðablik voru í fimmta sætinu með sjö stig. Thomas Mikkelsen var ekki með gestunum vegna meiðsla og þá var Ólíver Sigurjónsson tæpur og byrjaði á bekknum. Hjá ÍA voru gerðar fimm breytingar frá síðasta leik. Í síðustu umferð unnu bæði liðin góða sigra. ÍA vann HK í Kórnum 1-3 á meðan að Blikar gerðu vel í því að sigra Stjörnuna fremur auðveldlega 4-0. Það er skemmst frá því að segja að það voru gestirnir sem voru betri í þessum leik og unnu að lokum fínan sigur 2-3. Breiðablik byrjaði leikinn betur og átti Kristinn Steindórsson til að mynda skot sem var blokkað af varnarmanni. Skagamenn á þessum fyrstu mínútum voru mikið að reyna að komast aftur fyrir Höskuld Gunnlaugsson sem er að spila í hægri bakverðinum hjá Breiðablik. Höskuldi þykir ekki leiðinlegt að sækja og skilaði þessi taktík heimamönnum nokkrum ágætum stöðum þó þeir hafi ekki náð að skapa sér nema eitt færi í fyrri hálfleik. Á 12. mínútu leiksins áttu þeir hornspyrnu, boltinn fór á fjærstöngina þar sem Arnar Már skallaði að marki en boltinn fór beint í höndina á Höskuldi. Ekkert dæmt og voru ÍA ekki sáttir við það. Fyrst alvöru dauðafærið samt dagins ljós á 15. mínútu og var þar á ferðinni Jason Daði Svanþórsson. Árni Vilhjálmsson komst inn í teiginn hægra megin og sendi fyrir á Jason Daða sem var dauðafrír fyrir opnu marki en skóflaði boltanum yfir. Það sem eftir lifði hálfleiksins áttu Breiðablik að mestu leiti sviðið, og þá sérstaklega Gísli Eyjólfsson sem var að finna svæðið milli miðju og varnar heimamanna sem voru duglegir við að tapa boltanum á erfiðum stöðum. Gísli skaut til dæmis framhjá úr góðu færi á 32. mínútu eftir góðan sprett. Það var svo á 42. mínútu sem dró til tíðinda. Kristinn Steindórsson fékk boltann á miðjunni og var fljótur að finna Gísla sem var á spretti upp vinstri kantinn. Gísli fór inn á teiginn, lék á Arnar Má með snöggri hreyfingu og skoraði á nærstöngina framhjá Dino Hodzic í markinu. Mögulega átti boltinn einhverja viðkomu í Alex Davey, varnarmanni skagamanna. Breiðablik fékk svo strax dauðafæri í kjölfarið þegar að Tamburini bjargaði á marklínu frá Kristni Steindórssyni eftir að Blikarnir höfðu komist í stöðuna fjórir á móti einum. Staðan þó einungis 0-1 í hálfleik og ekkert útséð um hvernig þessi leikur myndi enda. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari Skagamanna gerði þrjár breytingar í hálfleik og skiluðu þær sér strax á 47. mínútu þegar að varamaðurinn Brynjar Snær Pálsson tók hornspyrnu sem rataði á kollinn á Viktori Jónssyni utarlega í teignum. Viktor átti frábæran skalla og Anton Ari kom engum vörnum við. Flott mark hjá Viktori sem átti virkilega líflegan dag í fremstu víglínu. Það voru svo gestirnir sem að skoruðu næstu tvö mörk. Það fyrra í slysalegri kantinum þegar að Gísli átti ágætis sprett upp að endalínunni á 56. mínútu þar sem hann var stöðvaður af Óttari Bjarna varnarmanni ÍA. Óttar ætlaði svo að láta boltann fara aftur fyrir en Gísli tók einfaldlega boltann, negldi honum fyrir á Jason Daða sem skoraði. Flott mark en virkilega klaufalegt hjá Óttari. Árni Vilhjálmsson kom svo Blikum í 1-3 á 78. mínútu þegar að Jason daði fann hann með fyrirgjöf sem Árni stýrði ofarlega í nærhornið. Þarna bjuggust margir, þar á meðal fréttaritari við því að leiknum væri lokið, en nei! Steinar Þorsteinsson skoraði fínt mark úr þröngu færi fyrir heimamenn á 89. mínútu. 2-3 og ljóst að uppbótartíminn yrði barningur. Blikar gerðu ágætlega í því að fá ekki á sig alvöru færi og niðurstaðan mikilvægur sigur á útivelli. Hvers vegna vann Breiðablik? Breiðablik vann þennan leik að nokkru leiti á einstaklingsgæðum. Þeir hafa ansi marga frambærilega leikmenn í framliggjandi stöðunum sem eru virkilega fljótir að snúa vörn í sókn. Í eðlilegu árferði hefðu Blikarnir sennilega sett fleiri mörk en þeir gengu þrátt fyrir það sáttir frá borði. Þetta var þó alls ekki gallalaus frammistaða hjá Breiðablik sem áttu mjög erfitt með Viktor Jónsson framherja ÍA. Hvað gekk vel? Samvinna fremstu manna Breiðabliks. Þeirra Gísla, Kristins, Árna og Jason Daða gekk frábærlega í þessum leik og hefðu þeir átt að skora fleiri mörk. Gísli var bestur í fyrri hálfleiknum og Jason Daði í þeim síðari. Skemmtilegt og léttleikandi á að horfa. Árni, sem spilaði fremstur var duglegur að koma niður, fá boltann í fæturna og skila honum á hina sem hlupu í kringum hann. Hvað gekk illa? Tapaðir boltar heimamanna gerðu þeim erfitt fyrir í þessum leik. Þeir Ísak Snær og Jón Gísli Eyland á miðjunni hjá ÍA voru mikið að tapa boltanum á vondum stöðum sem gerði Blikum kleyft að sækja hratt. Þá hefði vörn liðsins átt að gera betur í bæði mörkum eitt og tvö. Hvað næst? Liðin eru enn í sömu sætum deildarinnar eftir leikinn. ÍA í níunda sæti og Breiðablik í því fimmta. Blikar sitja hjá í næstu umferð vegna landsleikja en ÍA mætir 30. maí eins og ekkert hafi í skorist og leikur við KR á Meistaravöllum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport
Kolbeinn enn ósigraður: „Hann þurfti bara eitt högg til að finna að hann vildi ekki vera þarna“ Sport