Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 22:31 Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal í dag. Egill Aðalsteinsson Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. Jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson gagnrýndi framkvæmdirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag eftir að ríkisstjórnin samþykkti að verja tuttugu milljónum í þær. Hann sagði þetta sóun og að engin leið væri að stöðva hraunið með varnargörðum. „Já, já og hann hefur alveg rétt fyrir sér að ýmsu leyti,“ sagði Hörn við Stöð 2 þegar hún var innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Páls. „Þetta er í rauninni spurningin um það að við erum bara að reyna að tefja framrásina, kaupa okkur meiri tíma og kannski hættir það í millitíðinni þannig við fáum það ekki niður á Suðurstrandarveg eða yfir einhverjar lagnir. Kannski heldur þetta það lengi áfram að við fáum einhvern Skjaldbreið hér og þá hefur þetta náttúrulega ekkert að segja það sem við erum að gera,“ sagði Hörn. Hún telur reynsluna sem fæst af verkefninu aðalatriðið: „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski.“ Hér má sjá viðtalið við Hörn úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Hraunið nánast komið yfir garðinn Ríkisstjórnin samþykkti fyrir síðustu helgi að koma upp tveimur fjögurra metra háum varnargörðum á gosstöðvunum. Hún samþykkti síðan á þriðjudag að þeir yrðu hækkaðir upp í átta metra. Markmiðið er að hindra, eða að minnsta kosti að tefja, hraunið í að steypast niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. Hraunið er farið að bunkast upp við varnargarðana. Myndin sýnir eystri varnargarðinn.Egill Aðalsteinsson Vestari varnargarðurinn er orðinn um átta metra hár en sá eystri ekki nema um fjórir. Dálítið af neyðarruðningi var komið fyrir á honum í dag. Þar munar nú mjög litlu að hraunið komist yfir lægstu hluta garðsins. „Þetta er neyðarruðningur þannig hann er svolítið hólóttur að ofan þannig þar sem hann er lægstur eru þetta kannski 20 til 30 sentímetrar,“ segir Hörn. Þá er hægfljótandi hrauntunga að síga í átt að vestari stíflunni og vinnur Verkís nú þeim megin við að koma neyðarruðningi fyrir hana. Vestri garðurinn er mun styttri.Egill Aðalsteinsson Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Jarðeðlisfræðingurinn Páll Einarsson gagnrýndi framkvæmdirnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag eftir að ríkisstjórnin samþykkti að verja tuttugu milljónum í þær. Hann sagði þetta sóun og að engin leið væri að stöðva hraunið með varnargörðum. „Já, já og hann hefur alveg rétt fyrir sér að ýmsu leyti,“ sagði Hörn við Stöð 2 þegar hún var innt eftir viðbrögðum við gagnrýni Páls. „Þetta er í rauninni spurningin um það að við erum bara að reyna að tefja framrásina, kaupa okkur meiri tíma og kannski hættir það í millitíðinni þannig við fáum það ekki niður á Suðurstrandarveg eða yfir einhverjar lagnir. Kannski heldur þetta það lengi áfram að við fáum einhvern Skjaldbreið hér og þá hefur þetta náttúrulega ekkert að segja það sem við erum að gera,“ sagði Hörn. Hún telur reynsluna sem fæst af verkefninu aðalatriðið: „Það sem skiptir kannski meginmáli er að ef Reykjanesið er vaknað og þetta getur komið upp einhvern tíma annars staðar seinna, þar sem eru mikilvægir innviðir, að við lærum á þetta allt saman þannig við erum þá að reyna núna og fáum ýmislegt svona í farteskið fyrir næstu árin og áratugina kannski.“ Hér má sjá viðtalið við Hörn úr kvöldfréttum Stöðvar 2: Hraunið nánast komið yfir garðinn Ríkisstjórnin samþykkti fyrir síðustu helgi að koma upp tveimur fjögurra metra háum varnargörðum á gosstöðvunum. Hún samþykkti síðan á þriðjudag að þeir yrðu hækkaðir upp í átta metra. Markmiðið er að hindra, eða að minnsta kosti að tefja, hraunið í að steypast niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. Hraunið er farið að bunkast upp við varnargarðana. Myndin sýnir eystri varnargarðinn.Egill Aðalsteinsson Vestari varnargarðurinn er orðinn um átta metra hár en sá eystri ekki nema um fjórir. Dálítið af neyðarruðningi var komið fyrir á honum í dag. Þar munar nú mjög litlu að hraunið komist yfir lægstu hluta garðsins. „Þetta er neyðarruðningur þannig hann er svolítið hólóttur að ofan þannig þar sem hann er lægstur eru þetta kannski 20 til 30 sentímetrar,“ segir Hörn. Þá er hægfljótandi hrauntunga að síga í átt að vestari stíflunni og vinnur Verkís nú þeim megin við að koma neyðarruðningi fyrir hana. Vestri garðurinn er mun styttri.Egill Aðalsteinsson
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25
Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11