Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2021 22:11 Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal í dag. Egill Aðalsteinsson Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá jarðýtu og skurðgröfu á lokametrunum að byggja upp eystri varnargarðinn í Meradal syðri í dag. Varnargarðarnir náðu báðir fjögurra metra hæð í dag. Á morgun verður ákveðið hvort haldið verði áfram og þeir hækkaðir upp í átta metra hæð.KMU „Það gengur alveg ljómandi vel, eins og þú sérð. Við erum alveg að nálgast það að komast upp í fjóra metrana,“ sagði Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís, sem stýrði gerð varnargarðanna á staðnum í dag. Hraunrennslið frá gígnum í dag var til þriggja átta; inn í Meradalina báða en einnig inn í Geldingadali. „Hraunið er að streyma fram. Það er að byggja upp þrýsting. Svo er þetta bara spurning hvar þetta finnur veikleika hverju sinni.“ Hraunið rann niður í þrjá dali í dag. Til vinstri sjást Geldingadalir og til hægri Meradalir, sá nyrðri fjær en sá syðri nær. Varnargarðarnir tveir sjást neðst hægramegin.Egill Aðalsteinsson Vestanmegin í dalnum er hraunið þegar farið að hrynja yfir fyrsta neyðargarðinn og byrja að banka upp á báða garðana. „Já, það er algerlega farið að banka upp á. Við máttum ekki byrja seinna en við gerðum,“ segir Hörn. En menn vilja veigameiri garða og í dag lögðu Almannavarnir til að farið yrði með þá upp í átta metra hæð. Starfshópur ráðuneytisstjóra um vernd innviða vegna eldgossins á lokaorðið á fundi í fyrramálið. Frá vinnu við eystri varnargarðinn í dag.Egill Aðalsteinsson „Ef það kemur grænt ljós þá á morgun þá býst ég við að það verði bara byrjað á því annaðhvort á morgun eða hinn.“ Einar Jónsson ýtustjóri vill ennþá stærri garða. „Tuttugu metra í viðbót.“ -En heldurðu að hraunið muni ekki á endanum fara yfir samt sem áður og sigra mannanna verk?“ „Þá er bara að byrja aftur. Halda áfram upp,“ svarar Einar og hlær. Einar Jónsson ýtustjóri.Egill Aðalsteinsson „Þetta mun alveg örugglega tefja fyrir hrauninu. En hversu lengi.. - það er svolítið tilraunakennt hvað þetta heldur lengi,“ segir Hörn. Þetta sé þó innlegg í reynslubankann. „Ef þetta gengur eftir, sem okkar fræðingar segja, að nú sé Reykjanesið vaknað, þá kannski vitum við aðeins meira um hvernig á að bregðast við þegar þetta kemur aftur upp á fleiri stöðum,“ segir Hörn. Varnargarðarnir girða fyrir gilin niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Ekki er að sjá neitt lát á gosinu. Kvikustrókar fara hátt til himins með miklum drunum en þess á milli dettur allt niður í dúnalogn. Takturinn í gígnum er eiginlega furðujafn. Hann er að gjósa á þetta fimm til átta mínútna fresti, rétt eins og goshverinn Strokkur. „Svo er að brotna úr gígnum hérna vinstra megin, það gerði það í gær,“ segir Einar ýtustjóri. Gosstrókarnir ná gríðarlegri hæð. Aðalútsýnisstaður göngufólks er á hryggnum vinstra megin.KMU Hann er sannarlega á ævintýralegum vinnustað þessa dagana, vinnandi í kappi við hraunrennslið með eldspúandi gíginn í bakgrunni. „Þetta er flottur vinnustaður,“ segir hann. -Þú hefur aldrei verið í svona áður? „Nei, ekki svona,“ svarar hann og hlær.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. 13. maí 2021 22:44 Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. 11. maí 2021 21:31 Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. 13. maí 2021 16:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá jarðýtu og skurðgröfu á lokametrunum að byggja upp eystri varnargarðinn í Meradal syðri í dag. Varnargarðarnir náðu báðir fjögurra metra hæð í dag. Á morgun verður ákveðið hvort haldið verði áfram og þeir hækkaðir upp í átta metra hæð.KMU „Það gengur alveg ljómandi vel, eins og þú sérð. Við erum alveg að nálgast það að komast upp í fjóra metrana,“ sagði Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís, sem stýrði gerð varnargarðanna á staðnum í dag. Hraunrennslið frá gígnum í dag var til þriggja átta; inn í Meradalina báða en einnig inn í Geldingadali. „Hraunið er að streyma fram. Það er að byggja upp þrýsting. Svo er þetta bara spurning hvar þetta finnur veikleika hverju sinni.“ Hraunið rann niður í þrjá dali í dag. Til vinstri sjást Geldingadalir og til hægri Meradalir, sá nyrðri fjær en sá syðri nær. Varnargarðarnir tveir sjást neðst hægramegin.Egill Aðalsteinsson Vestanmegin í dalnum er hraunið þegar farið að hrynja yfir fyrsta neyðargarðinn og byrja að banka upp á báða garðana. „Já, það er algerlega farið að banka upp á. Við máttum ekki byrja seinna en við gerðum,“ segir Hörn. En menn vilja veigameiri garða og í dag lögðu Almannavarnir til að farið yrði með þá upp í átta metra hæð. Starfshópur ráðuneytisstjóra um vernd innviða vegna eldgossins á lokaorðið á fundi í fyrramálið. Frá vinnu við eystri varnargarðinn í dag.Egill Aðalsteinsson „Ef það kemur grænt ljós þá á morgun þá býst ég við að það verði bara byrjað á því annaðhvort á morgun eða hinn.“ Einar Jónsson ýtustjóri vill ennþá stærri garða. „Tuttugu metra í viðbót.“ -En heldurðu að hraunið muni ekki á endanum fara yfir samt sem áður og sigra mannanna verk?“ „Þá er bara að byrja aftur. Halda áfram upp,“ svarar Einar og hlær. Einar Jónsson ýtustjóri.Egill Aðalsteinsson „Þetta mun alveg örugglega tefja fyrir hrauninu. En hversu lengi.. - það er svolítið tilraunakennt hvað þetta heldur lengi,“ segir Hörn. Þetta sé þó innlegg í reynslubankann. „Ef þetta gengur eftir, sem okkar fræðingar segja, að nú sé Reykjanesið vaknað, þá kannski vitum við aðeins meira um hvernig á að bregðast við þegar þetta kemur aftur upp á fleiri stöðum,“ segir Hörn. Varnargarðarnir girða fyrir gilin niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Ekki er að sjá neitt lát á gosinu. Kvikustrókar fara hátt til himins með miklum drunum en þess á milli dettur allt niður í dúnalogn. Takturinn í gígnum er eiginlega furðujafn. Hann er að gjósa á þetta fimm til átta mínútna fresti, rétt eins og goshverinn Strokkur. „Svo er að brotna úr gígnum hérna vinstra megin, það gerði það í gær,“ segir Einar ýtustjóri. Gosstrókarnir ná gríðarlegri hæð. Aðalútsýnisstaður göngufólks er á hryggnum vinstra megin.KMU Hann er sannarlega á ævintýralegum vinnustað þessa dagana, vinnandi í kappi við hraunrennslið með eldspúandi gíginn í bakgrunni. „Þetta er flottur vinnustaður,“ segir hann. -Þú hefur aldrei verið í svona áður? „Nei, ekki svona,“ svarar hann og hlær.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. 13. maí 2021 22:44 Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. 11. maí 2021 21:31 Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. 13. maí 2021 16:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. 13. maí 2021 22:44
Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. 11. maí 2021 21:31
Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. 13. maí 2021 16:00