Erlent

QR-kóðar til að ferðast á milli landa

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þetta er ein leið til að fá QR-passana.
Þetta er ein leið til að fá QR-passana. EPA/REHAN KHAN

Evrópusambandsríki hafa komist að samkomulagi um hvers konar kórónuveirupassa þau ætla að nota til þess að opna fyrir ferðalög á milli sambandsríkja í sumar.

Til stendur að afhenda fólki QR-kóða sem það getur framvísað, bæði rafrænt og á pappír, til að sýna fram á að það hafi farið í bólusetningu, fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun eða smitast áður. The Guardian greindi frá samkomulaginu.

Til umræðu var að skylda ríki til þess að bjóða upp á fría skimun, og liðka þannig fyrir því að fólk geti nálgast passana, en svo fór ekki. Einnig stóð til að samræma alfarið reglur um sóttkví eftir ferðalög á milli aðildarríkja en Þýskaland og Svíþjóð voru á meðal ríkja sem stóðu gegn því

Þó var samþykkt að innleiða ekki nýjar takmarkanir sem tengjast skimunum eða sóttkví nema þær teljist nauðsynlegar á grundvelli lýðheilsu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×