Fótbolti

Rúnar Már rúmenskur meistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Már í leik með Cluj.
Rúnar Már í leik með Cluj. Flaviu Buboi/Getty Images

Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Cluj eru rúmenskir meistarar eftir 1-0 sigur í kvöld.

Rúnar Már var í byrjunarliði Cluj er liðið sótti Botosani heim í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik varð Alexandru Tiganasu fyrir því óláni að skora sjálfsmark í liði heimamanna á 53. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.

Lokatölur 1-0 Cluj í vil og liðið orðið rúmenskur meistari. Rúnar Már spilaði 76. mínútur í leik kvöldsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.