Fótbolti

Kristian­stad enn taplaust

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sif Atladóttir er byrjuð að spila á fullu eftir að hafa ekkert leikið með liðinu á síðustu leiktíð.
Sif Atladóttir er byrjuð að spila á fullu eftir að hafa ekkert leikið með liðinu á síðustu leiktíð. Kristiandsbladet

Íslendingalið Kristianstad gerði 1-1 jafntefli við Linköping á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Frida Leonhardsen-Maanum kom Linköping yfir á 38. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Hin finnska Jutta Rantala jafnaði metin fyrir gestina á 55. mínútu með marki úr vitaspyrnu og staðan því 1-1 er Sif Atladóttir fékk gult spjald tíu mínútum síðar.

Hvorugt liðið náði að bæta við marki og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstad en Elísabet Gunnarsdóttir er sem fyrr þjálfari liðsins.

Kristianstad hefur ekki enn tapað leik í deildinni á leiktíðinni og er í 2. sæti með 11 stig. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård eru sem fyrr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að loknum fimm leikjum.


Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.