24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 12:01 Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Englandi á EM en hann var einn af sex markaskorurum íslenska liðsins á mótinu. EPA/OLIVER WEIKEN Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló eftirminnilega í gegn á sínu fyrsta stórmóti sem var EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslensku strákarnir komust fyrst taplausir í sextán liða úrslitin eftir sigur á Austurríki í lokaleik riðilsins og slógu síðan stórstjörnur Englendinga út úr sextán liða úrslitum eins og frægt varð. EM ævintýrið endaði síðan með 5-2 tapi á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitum en Ísland átti eitt af átta bestu liðum mótsins. Íslenska landsliðið komst ekki aðeins í átta liða úrslitin heldur skoraði liðið í öllum fimm leikjum sínum og samtals átta mörk. Describe Iceland's EURO 2016 journey with an emoji! pic.twitter.com/rkKngDNCRF— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 19, 2021 Það voru aðeins fjórar þjóðir sem skoruðu fleiri mörk en íslenska landsliðið þar af léku tvær þeirra tveimur leikjum meira en íslensku strákarnir. Frakkar skoruðu langmest eða þrettán mörk. Wales var með tíu mörk og bæði Belgía og Portúgal skoruðu aðeins einu marki meira en íslenska liðið. Það sem vakti líka athygli var að sex leikmenn íslenska liðsins komust á blað í mótinu. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir með eitt mark. Fleiri leikmenn komust á blað hjá íslenska landsliðinu en hjá báðum liðunum sem komust í úrslitaleikinn. Það voru nefnilega aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir silfurlið Frakka og bara fimm leikmenn sem skoruðu fyrir Evrópumeistara Portúgals. Antoine Griezmann (6 mörk), Olivier Giroud (3), Dimitri Payet (3) og Paul Pogba (1) skoruðu fyrir Frakka á Evrópumótinu en fyrir Portúgal skoruðu þeir Cristiano Ronaldo (3 mörk), Nani (3), Ricardo Quaresma (1), Renato Sanches (1) og Eder (1) sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sjö leikmenn skoruðu fyrir bæði Belgíu og Wales á mótinu. Most memorable EURO result? Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló eftirminnilega í gegn á sínu fyrsta stórmóti sem var EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslensku strákarnir komust fyrst taplausir í sextán liða úrslitin eftir sigur á Austurríki í lokaleik riðilsins og slógu síðan stórstjörnur Englendinga út úr sextán liða úrslitum eins og frægt varð. EM ævintýrið endaði síðan með 5-2 tapi á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitum en Ísland átti eitt af átta bestu liðum mótsins. Íslenska landsliðið komst ekki aðeins í átta liða úrslitin heldur skoraði liðið í öllum fimm leikjum sínum og samtals átta mörk. Describe Iceland's EURO 2016 journey with an emoji! pic.twitter.com/rkKngDNCRF— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 19, 2021 Það voru aðeins fjórar þjóðir sem skoruðu fleiri mörk en íslenska landsliðið þar af léku tvær þeirra tveimur leikjum meira en íslensku strákarnir. Frakkar skoruðu langmest eða þrettán mörk. Wales var með tíu mörk og bæði Belgía og Portúgal skoruðu aðeins einu marki meira en íslenska liðið. Það sem vakti líka athygli var að sex leikmenn íslenska liðsins komust á blað í mótinu. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir með eitt mark. Fleiri leikmenn komust á blað hjá íslenska landsliðinu en hjá báðum liðunum sem komust í úrslitaleikinn. Það voru nefnilega aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir silfurlið Frakka og bara fimm leikmenn sem skoruðu fyrir Evrópumeistara Portúgals. Antoine Griezmann (6 mörk), Olivier Giroud (3), Dimitri Payet (3) og Paul Pogba (1) skoruðu fyrir Frakka á Evrópumótinu en fyrir Portúgal skoruðu þeir Cristiano Ronaldo (3 mörk), Nani (3), Ricardo Quaresma (1), Renato Sanches (1) og Eder (1) sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sjö leikmenn skoruðu fyrir bæði Belgíu og Wales á mótinu. Most memorable EURO result? Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00