24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 12:01 Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Englandi á EM en hann var einn af sex markaskorurum íslenska liðsins á mótinu. EPA/OLIVER WEIKEN Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló eftirminnilega í gegn á sínu fyrsta stórmóti sem var EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslensku strákarnir komust fyrst taplausir í sextán liða úrslitin eftir sigur á Austurríki í lokaleik riðilsins og slógu síðan stórstjörnur Englendinga út úr sextán liða úrslitum eins og frægt varð. EM ævintýrið endaði síðan með 5-2 tapi á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitum en Ísland átti eitt af átta bestu liðum mótsins. Íslenska landsliðið komst ekki aðeins í átta liða úrslitin heldur skoraði liðið í öllum fimm leikjum sínum og samtals átta mörk. Describe Iceland's EURO 2016 journey with an emoji! pic.twitter.com/rkKngDNCRF— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 19, 2021 Það voru aðeins fjórar þjóðir sem skoruðu fleiri mörk en íslenska landsliðið þar af léku tvær þeirra tveimur leikjum meira en íslensku strákarnir. Frakkar skoruðu langmest eða þrettán mörk. Wales var með tíu mörk og bæði Belgía og Portúgal skoruðu aðeins einu marki meira en íslenska liðið. Það sem vakti líka athygli var að sex leikmenn íslenska liðsins komust á blað í mótinu. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir með eitt mark. Fleiri leikmenn komust á blað hjá íslenska landsliðinu en hjá báðum liðunum sem komust í úrslitaleikinn. Það voru nefnilega aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir silfurlið Frakka og bara fimm leikmenn sem skoruðu fyrir Evrópumeistara Portúgals. Antoine Griezmann (6 mörk), Olivier Giroud (3), Dimitri Payet (3) og Paul Pogba (1) skoruðu fyrir Frakka á Evrópumótinu en fyrir Portúgal skoruðu þeir Cristiano Ronaldo (3 mörk), Nani (3), Ricardo Quaresma (1), Renato Sanches (1) og Eder (1) sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sjö leikmenn skoruðu fyrir bæði Belgíu og Wales á mótinu. Most memorable EURO result? Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló eftirminnilega í gegn á sínu fyrsta stórmóti sem var EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslensku strákarnir komust fyrst taplausir í sextán liða úrslitin eftir sigur á Austurríki í lokaleik riðilsins og slógu síðan stórstjörnur Englendinga út úr sextán liða úrslitum eins og frægt varð. EM ævintýrið endaði síðan með 5-2 tapi á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitum en Ísland átti eitt af átta bestu liðum mótsins. Íslenska landsliðið komst ekki aðeins í átta liða úrslitin heldur skoraði liðið í öllum fimm leikjum sínum og samtals átta mörk. Describe Iceland's EURO 2016 journey with an emoji! pic.twitter.com/rkKngDNCRF— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 19, 2021 Það voru aðeins fjórar þjóðir sem skoruðu fleiri mörk en íslenska landsliðið þar af léku tvær þeirra tveimur leikjum meira en íslensku strákarnir. Frakkar skoruðu langmest eða þrettán mörk. Wales var með tíu mörk og bæði Belgía og Portúgal skoruðu aðeins einu marki meira en íslenska liðið. Það sem vakti líka athygli var að sex leikmenn íslenska liðsins komust á blað í mótinu. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir með eitt mark. Fleiri leikmenn komust á blað hjá íslenska landsliðinu en hjá báðum liðunum sem komust í úrslitaleikinn. Það voru nefnilega aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir silfurlið Frakka og bara fimm leikmenn sem skoruðu fyrir Evrópumeistara Portúgals. Antoine Griezmann (6 mörk), Olivier Giroud (3), Dimitri Payet (3) og Paul Pogba (1) skoruðu fyrir Frakka á Evrópumótinu en fyrir Portúgal skoruðu þeir Cristiano Ronaldo (3 mörk), Nani (3), Ricardo Quaresma (1), Renato Sanches (1) og Eder (1) sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sjö leikmenn skoruðu fyrir bæði Belgíu og Wales á mótinu. Most memorable EURO result? Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00