„Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur fyrir byltingar en hrikalegur dómstóll“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. maí 2021 15:42 Hildur Sverrisdóttir hefur gefið kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Margrét Seema Takyar Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur áhyggjur af því að það verði að viðtekinni venju að fólk í samfélaginu taki refsivaldið í sínar hendur þegar dómstólar bregðast í kynferðisbrotamálum. „Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur fyrir byltingar en hrikalegur dómstóll. Þetta finnst mér verða að hafa í huga þótt tilfinningarnar gagnvart kerfi sem þykir ekki virka á sanngjarnan hátt séu meira en skiljanlegar,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook. Fagnar umræðunni Hún segist sjálf vera þolandi og hafa talsverða reynslu af störfum gegn kynferðisbrotum og takmörkunum á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Það hafi því komið henni á óvart að MeToo-umræður síðustu daga hafi opnað augu hennar enn frekar fyrir ýmsu tengdu málaflokknum, því hún taldi sig nokkuð upplýsta fyrir. „En það er öllum hollt að hlusta og læra að hugsa hlutina upp á nýtt. Heilt yfir fagna ég þeirri mikilvægu umræðu sem er að eiga sér stað. Það hefur verið þungbært að lesa yfir allan þann aragrúa frásagna þar sem fólk lýsir upplifun sinni af ofbeldi. Það er þungbært að átta sig á að það séu enn alvarlegar brotalamir í samskiptum fólks og í kerfinu sem á að styðja við það.“ Hætta á ógeðfelldu ofríki Hildur er menntaður lögfræðingur og segist því alltaf eiga erfitt að kryfja þessi mál án þess að velta upp lagalegu hliðinni. „Lögin verða aldrei fullkomin en sanngjarnt réttarkerfi er ein mikilvægasta trygging mannréttinda sem fram hefur komið í sögu mannkyns. Við getum bæði litið aftur í söguna og til landa í heiminum í dag þar sem réttarkerfið er virt að vettugi og lög túlkuð eftir hentugleik sem býður upp á ógeðfellt ofríki ríkja gagnvart fólkinu sínu. Ef við ætlum að breyta samfélaginu verður það að vera með þeim hætti að við kollvörpum ekki kerfum sem þjóna þeim tilgangi að vernda grunnréttindi borgaranna og að við bætum ekki eitt óréttlæti með því að búa til annað óréttlæti.“ Henni virðist þannig þykja varhugaverð þróun að fólk sé dæmt sekt í umræðu á samfélagsmiðlum án þess að mál þeirra fari fyrir dómskerfið. „Við höfum þegar séð atlögur gerðar að því að framfylgja réttlætinu svo að segja í beinni og það vekur mér raunverulegum ugg að það verði að viðteknum hlut að fólk í samfélaginu taki refsivaldið í sínar hendur þegar kerfið bregst. Ef við tökum okkur ekki tíma til að ræða hvernig við viljum leysa vandann og hvaða áhrif lausnirnar geta haft á allt samfélagið getur farið mjög illa. Ef við viljum gera gagngerar breytingar verðum við að ræða það til hlítar og líta á allar mögulegar afleiðingar. Við getum ekki krafist kollvörpunar kerfa nema ræða hvað eigi að koma í staðinn.“ Rökrétt næstu skref í MetToo-baráttunni eru því að hennar mati að taka heiðarlegt samtal um það hvernig hægt sé að breyta menningunni sem býr til ofbeldið, búa til samfélag sem hlustar og trúir og býður fólki leiðir sem koma að gagni fyrir þolendur og gerendur. Þó verði að gæta þess að á eftir „sitjum við ekki uppi með ríki þar sem fólk getur ekki treyst því að réttarkerfið verndi grunnréttindi þeirra“. MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00 Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. 16. maí 2021 18:32 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
„Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur fyrir byltingar en hrikalegur dómstóll. Þetta finnst mér verða að hafa í huga þótt tilfinningarnar gagnvart kerfi sem þykir ekki virka á sanngjarnan hátt séu meira en skiljanlegar,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook. Fagnar umræðunni Hún segist sjálf vera þolandi og hafa talsverða reynslu af störfum gegn kynferðisbrotum og takmörkunum á sjálfsákvörðunarrétti kvenna. Það hafi því komið henni á óvart að MeToo-umræður síðustu daga hafi opnað augu hennar enn frekar fyrir ýmsu tengdu málaflokknum, því hún taldi sig nokkuð upplýsta fyrir. „En það er öllum hollt að hlusta og læra að hugsa hlutina upp á nýtt. Heilt yfir fagna ég þeirri mikilvægu umræðu sem er að eiga sér stað. Það hefur verið þungbært að lesa yfir allan þann aragrúa frásagna þar sem fólk lýsir upplifun sinni af ofbeldi. Það er þungbært að átta sig á að það séu enn alvarlegar brotalamir í samskiptum fólks og í kerfinu sem á að styðja við það.“ Hætta á ógeðfelldu ofríki Hildur er menntaður lögfræðingur og segist því alltaf eiga erfitt að kryfja þessi mál án þess að velta upp lagalegu hliðinni. „Lögin verða aldrei fullkomin en sanngjarnt réttarkerfi er ein mikilvægasta trygging mannréttinda sem fram hefur komið í sögu mannkyns. Við getum bæði litið aftur í söguna og til landa í heiminum í dag þar sem réttarkerfið er virt að vettugi og lög túlkuð eftir hentugleik sem býður upp á ógeðfellt ofríki ríkja gagnvart fólkinu sínu. Ef við ætlum að breyta samfélaginu verður það að vera með þeim hætti að við kollvörpum ekki kerfum sem þjóna þeim tilgangi að vernda grunnréttindi borgaranna og að við bætum ekki eitt óréttlæti með því að búa til annað óréttlæti.“ Henni virðist þannig þykja varhugaverð þróun að fólk sé dæmt sekt í umræðu á samfélagsmiðlum án þess að mál þeirra fari fyrir dómskerfið. „Við höfum þegar séð atlögur gerðar að því að framfylgja réttlætinu svo að segja í beinni og það vekur mér raunverulegum ugg að það verði að viðteknum hlut að fólk í samfélaginu taki refsivaldið í sínar hendur þegar kerfið bregst. Ef við tökum okkur ekki tíma til að ræða hvernig við viljum leysa vandann og hvaða áhrif lausnirnar geta haft á allt samfélagið getur farið mjög illa. Ef við viljum gera gagngerar breytingar verðum við að ræða það til hlítar og líta á allar mögulegar afleiðingar. Við getum ekki krafist kollvörpunar kerfa nema ræða hvað eigi að koma í staðinn.“ Rökrétt næstu skref í MetToo-baráttunni eru því að hennar mati að taka heiðarlegt samtal um það hvernig hægt sé að breyta menningunni sem býr til ofbeldið, búa til samfélag sem hlustar og trúir og býður fólki leiðir sem koma að gagni fyrir þolendur og gerendur. Þó verði að gæta þess að á eftir „sitjum við ekki uppi með ríki þar sem fólk getur ekki treyst því að réttarkerfið verndi grunnréttindi þeirra“.
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00 Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. 16. maí 2021 18:32 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00
Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. 16. maí 2021 18:32