Fótbolti

Sjáðu hvernig Barcelona skráði sig í sögubækurnar

Sindri Sverrisson skrifar
Vicky Losada lyfir Evrópumeistarabikarnum á loft í fjörugum fagnaðarlátum Barcelona í Gautaborg í gær.
Vicky Losada lyfir Evrópumeistarabikarnum á loft í fjörugum fagnaðarlátum Barcelona í Gautaborg í gær. Getty/Fran Santiago

Barcelona varð í gær fyrsta félagið frá upphafi til að geta státað sig af því hafa orðið Evrópumeistari bæði kvenna og karla í fótbolta.

Kvennalið Barcelona valtaði yfir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær, 4-0, og varð þar með fyrsta spænska liðið til að vinna keppnina. Sigrinum var að sjálfsögðu vel fagnað.

Barcelona tapaði úrslitaleiknum gegn Lyon fyrir tveimur árum en í gær var aldrei spurning hvernig færi. Staðan var orðin 3-0 eftir aðeins 20 mínútur, og 4-0 eftir 35 mínútur.

Fyrsta mark leiksins var afar skrautlegt sjálfsmark strax á fyrstu mínútu en Alexia Putellas bætti við öðru marki úr víti. Aitana Bonmati skoraði þriðja markið og hin norska Caroline Graham Hansen það fjórða. 

Mörkin og fagnaðarlæti Barcelona má sjá hér að neðan en leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Klippa: Mörkin úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Lyon hafði nánast verið í áskrift að Evrópumeistaratitlinum, vann keppnina fimm ár í röð. Í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem er barnshafandi, féll Lyon hins vegar úr leik í 8-liða úrslitum og þar með opnaðist tækifæri fyrir önnur lið.

Liðin sem unnið hafa Meistaradeild kvenna eru núna Lyon (7 titlar), Frankfurt (4), Umeå (2), Wolfsburg (2), Potsdam (2), Arsenal (1), Duisburg (1) og Barcelona (1).


Tengdar fréttir

Þetta var búið áður en þetta byrjaði

Emma Hayes, þjálfari Chelsea, var hálf buguð þegar hún mætti í viðtal eftir 4-0 tap gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×