Erlent

Bólu­efni virki gegn ind­verska af­brigðinu

Sylvía Hall skrifar
Matt Hancock heilbrigðisráðherra.
Matt Hancock heilbrigðisráðherra. Getty/Hollie Adams

Fyrstu niðurstöður rannsókna benda til þess að bóluefni virki gegn indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, þar sem indverska afbrigði veirunnar hefur verið að sækja í sig veðrið.

Þrefalt fleiri tilfelli indverska afbrigðisins greindust í síðustu viku samanborið við vikuna áður og hefur það náð mikilli útbreiðslu meðal óbólusettra samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Ráðherrann sagði þetta jákvæð tíðindi þar sem bólusetningar hafa gengið vel og yfir tuttugu milljónir teljist fullbólusettar.

Hann telur líklegt að afbrigðið verði ráðandi innan skamms í landinu en því væri enn mikilvægara að fólk færi í bólusetningu þar sem afbrigðið er talið talsvert meira smitandi. Fjölgun smita væri jafnframt áminning um að faraldrinum væri ekki lokið.

„En góðu fréttirnar eru að allt helst samkvæmt áætlun þar sem við erum sannfærðari um að bóluefni virki gegn þessu afbrigði. Vírusinn hefur samt sótt í sig veðrið og því verðum við að fara varlega.“

Næsta skref í átt að afléttingu allra takmarkana í Bretlandi verður stigið á morgun þegar veitingastaður og krár mega taka á móti gestum innandyra. Vísindamenn hafa þó ítrekað mikilvægi þess að stjórnvöld fari sér hægt og herði eftirlit í ljósi útbreiðslu afbrigðisins.


Tengdar fréttir

Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland

Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun.

Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×