Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 12:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent