Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 12:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira