Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 12:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en allir voru í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum í gær. Sóttvarnalæknir sagði frá því í gær að tveir ferðalangar hefðu greinst með indverska afbrigði veirunnar á landamærum Íslands og væru nú í einangrun á farsóttarhúsi. Áhyggjur eru af því að indverska afbrigðið eigi auðveldara með að breiðast um samfélög en Kári segir það lúta sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar. „Ég held að þetta indverska afbrigði eigi það sameiginlegt með öllum öðrum afbrigðum að við getum haldið því í skefjum bara með þeim sóttvarnaaðgerðum sem við erum með í gangi núna. Það hafa greinst ansi mörg tilfelli með breska afbrigðinu á síðustu vikum og okkur hefur tekist að koma í veg fyrir að það afbrigði breiðist um þjóðina á leifturhraða. Hún lítur sömu stjórn og önnur afbrigði. Þetta er að mestu leyti hegðunarsjúkdómur. Það er að segja, hvernig við högum okkur hefur úrslita áhrif á hvort að veiran breiðist út.“ Erfiðara að hemja veiruna á Indlandi Hann segist eðlilega hafa svolitlar áhyggjur af faraldrinum í sjálfum sér og að spurningar vakni vegna nýrra afbrigða. „Og þetta indverska gerir það svo sannarlega en þú verður að horfa til þess að möguleiki Indverja á því að hemja hegðun fólks í sínu samfélagi er svo miklu minna en okkar. Þetta er allt annarskonar umhverfi.“ Hann segir ekkert benda til að bóluefni virki ekki gegn indverska afbrigðinu. „Markmiðið með bólusetningunni er tvennskonar og stundum nást bæði markmiðin en stundum bara annað. Þessi markmið eru annars vegar að koma í veg fyrir að fólk sýkist og hins vegar að fólk verði lasið þegar það sýkist. Ef að veiran kemst fram hjá þessu bóluefni sem við erum með þá myndi það sjálfsagt gera hvort tveggja, sýkja fólk og gera það lasið. En við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þetta indverska afbrigðið sé líklegra að sleppa fram hjá vörnum líkamans sem byggjast upp með bólusetningu.“ Stjórnvöld sitji á sér Hann vonar að stjórnvöld sitji á sér næstu fjórar til sex vikurnar þegar kemur að því að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Sérstaklega ef maður hefur hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga. Ég er voða hræddur um að ef við slökum á núna þá myndi blossa upp ný bylgja sem myndi bitna mest á ferðaþjónustunni. Ef heldur fram sem horfir þá eru allar líkur á að við fáum viðbótarbóluefni, AstraZeneca og Jansen, sem Norðmenn og Danir vilja ekki. Ef við nýtum það skynsamlega þá getum við að öllum líkindum byrjað að opna fyrr en ella.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Indland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira