Eftir markalausan fyrri hálfleik var mark dæmt af Atlético þegar tæp klukkustund var liðin. Fimm mínútum síðar var það sama upp á teningnum en bæði mörkin voru tekin af eftir að hafa skoðuð af myndbandsdómara leiksins.
Til að bæta gráu ofan á svart komst Osasuna yfir á 76. mínútu þökk sé marki Ante Budimir.
Sex mínútum síðar tókst vinstri bakverðinum Renan Lodi að jafna metin fyrir Atlético en á þessum tímapunkti var Real Madrid að vinna svo jafntefli var ekki nóg.
Það var því að sjálfsögðu framherjinn magnaði Luis Suárez sem steig upp á 88. mínútu þegar hann sendi fyrirgjöf Yannick Carrasco í netið og tryggði Atlético ómetanlegan sigur.
Incredible stuff in @LaLigaEN. @atletienglish were behind with 8 minutes to go and now lead with @LuisSuarez9 scoring a massive goal with 2 minutes to play.
— Gary Lineker (@GaryLineker) May 16, 2021
Lokatölur 2-1 og Atlético Madrid einum sigri frá því að verða Spánarmeistari.

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.