Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 18:56 Byggingin, sem hér sést springa í loft upp, hýsti skrifstofur AP- og Al Jazeera-fréttastofanna. Vísir/AP Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30
Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54