Lífið

Rúrik og Renata fengu fullt hús stiga og eru komin í undanúrslit

Eiður Þór Árnason skrifar
Dómararnir kepptust við að ausa lofi á dansparið í kvöld.
Dómararnir kepptust við að ausa lofi á dansparið í kvöld. Skjáskot

Rúrik Gíslason og Renata Lusin dönsuðu Paso Doble í Let‘s dance þætti kvöldsins og tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Parið hlaut 30 stig fyrir dansinn eða fullt hús stiga og mikið lof dómara.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dansparið sýnir Paso Doble í þýska skemmtiþættinum en Rúrik og Renata tóku nokkur slík spor í danseinvígi við Simon Zachenhuber og Patricija Belousova í síðustu viku. 

Dómarinn Joachim Llambi sagði áður en hann gaf þeim sín tíu stig að Rúrik hafi farið mikið fram milli vikna og að erfitt væri að bera saman frammistöðuna sem væri nú í allt öðrum gæðaflokki. 

Horfa má á dansatriði Rúriks og Renata á vef sjónvarpstöðvarinnar RTL.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.