Lífið

Rúrik heldur áfram að heilla Þjóðverjana og fékk fullt hús stiga í einkunn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik þykir mjög sigurstranglegur í þáttunum. 
Rúrik þykir mjög sigurstranglegur í þáttunum. 

Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin.

Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy.

Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig.

Í greininni hér að neðan má sjá atriðið í heild sinni.

Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá þættinum á föstudaginn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.