Lífið

Rúrik áfram í Let's dance eftir skemmtilegt Quickstep atriði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Renata og Rurik eru að slá í gegn í Let's Dance. Þau fengu 30 stig fyrir síðasta dans og nú 29 stig um helgina.
Renata og Rurik eru að slá í gegn í Let's Dance. Þau fengu 30 stig fyrir síðasta dans og nú 29 stig um helgina. Skjáskot

Rúrik Gíslason og Renata Lusin dönsuðu Quickstep í þætti helgarinnar af Let's dance. 

Rurik og Renata dönsuðu við lagið Summer In The City og var atriðið hresst og skemmtilegt. Parið hlaut 29 stig af 30 mögulegum og geta því verið sátt. Þau eru komin áfram í næstu umferð og dansa næst á föstudag. 

Á Instagram skrifar Rúrik að það hafi verið gott að koma úthvíldur á æfingar eftir gott páskafrí. Hann sagði einnig að þau hafi skemmt sér ótrúlega vel við að æfa þennan dans. Skemmtilegar lyftur og snúningar og litríkir boltar í uppblásinni sundlaug voru á meðal þess sem áhorfendur í Þýskalandi fengu að njóta. 

Aðdáandi þáttanna setti atriðið á Youtube ásamt eigin athugasemdum og má sjá það hér fyrir neðan. Þeir sem vilja sjá dans Rúriks og Renötu án skoðana Youtube notandans Simons geta séð atriðið í heild sinni á vefsíðu keppninnar

Rurik og Renata eru strax byrjuð að æfa næsta dans og í Instagram sögu Renötu má meðal annars sjá Rúrik Renata vakti athygli í blómakjól þöktum glitrandi steinum. Hún sýndi kjólinn sinn betur í færslu á Instagram. 


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.