Alexandra Briem næsti forseti borgarstjórnar Sylvía Hall skrifar 14. maí 2021 13:37 Alexandra er fyrsta trans konan sem gegnir embættinu. Píratar Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu. Pawel mun taka við formennsku í skipulags- og samgönguráði þar sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir var áður formaður. Sigurborg sagði skilið við stjórnmálin í upphafi mánaðar vegna álags og veikinda. Alexandra skipaði þriðja sæti á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifir kjörtímabils tekur Alexandra sæti borgarfulltrúa í stað Sigurborgar, Rannveig Ernudóttir verður fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata í fullu starfi og Valgerður Árnadóttir verður einnig í borgarstjórnarflokknum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Alexandra ekki vera upptekin af „titlatogi eða embættum“ en embættið sé þó til marks um traust og ábyrgð sem hún ætli sér að standa undir. Hún hafi verið heilluð af starfi borgarstjórnar frá unga aldri, allt frá því að hún heimsótti ömmu sína sem starfaði í móttöku ráðhússins. „Ég hef örugglega verið eina tíu ára barnið sem bað um að fá að koma og horfa á borgarstjórnarfund, og það blundaði alltaf í mér að þetta væri eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem þyrfti að gera vel og af heilindum og eitthvað sem ég yrði stolt af ef mér gæfist tækifæri til. Nú hefur mér gefist þetta tækifæri og ég lofa ykkur og barninu sem ég var að ég mun sinna starfinu vel og af heilindum, fyrir hönd íbúa borgarinnar.“ Píratar Borgarstjórn Reykjavík Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Pawel mun taka við formennsku í skipulags- og samgönguráði þar sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir var áður formaður. Sigurborg sagði skilið við stjórnmálin í upphafi mánaðar vegna álags og veikinda. Alexandra skipaði þriðja sæti á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifir kjörtímabils tekur Alexandra sæti borgarfulltrúa í stað Sigurborgar, Rannveig Ernudóttir verður fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata í fullu starfi og Valgerður Árnadóttir verður einnig í borgarstjórnarflokknum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Alexandra ekki vera upptekin af „titlatogi eða embættum“ en embættið sé þó til marks um traust og ábyrgð sem hún ætli sér að standa undir. Hún hafi verið heilluð af starfi borgarstjórnar frá unga aldri, allt frá því að hún heimsótti ömmu sína sem starfaði í móttöku ráðhússins. „Ég hef örugglega verið eina tíu ára barnið sem bað um að fá að koma og horfa á borgarstjórnarfund, og það blundaði alltaf í mér að þetta væri eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem þyrfti að gera vel og af heilindum og eitthvað sem ég yrði stolt af ef mér gæfist tækifæri til. Nú hefur mér gefist þetta tækifæri og ég lofa ykkur og barninu sem ég var að ég mun sinna starfinu vel og af heilindum, fyrir hönd íbúa borgarinnar.“
Píratar Borgarstjórn Reykjavík Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira