Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna veikinda Sylvía Hall skrifar 1. maí 2021 07:51 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Hún hyggst nú hætta í borgarstjórn sökum veikinda. Mynd/Aðsend Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, hyggst hætta í borgarstjórn vegna veikinda. Hún er þessa stundina í gigtarrannsóknum en engin niðurstaða hefur fengist varðandi veikindi hennar enn sem komið er. Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“ Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira