Fótbolti

Kol­beinn vandaði dómaranum ekki kveðjurnar í hálf­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í leik með sænska liðinu sem ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni.
Kolbeinn í leik með sænska liðinu sem ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni.

Kolbeinn Sigþórsson var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í leik Kalmar og Gautaborgar.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en í fyrri hálfleik vildi íslenski landsliðsmaðurinn fá vítaspyrnu.

Hann var tekinn í viðtal í hálfleik og sagði þar að dómarinn þyrfti að fara stíga upp. Atvikið má sjá hér að neðan.

Kolbeinn spilaði allan leikinn í liði Gautaborgar sem er með sjö stig eftir sex leiki.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ónotaður varamaður í 3-2 tapi Hacken gegn Örebro á heimavelli.

Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt hefja titilvörnina í Noregi á tveimur sigrum en þeir unnu 2-0 sigur á Kristiansund í kvöld.

Alfons spilaði allan leikinn fyrir Bodo en Brynjólfur Darri Willumsson síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Kristiansund sem er án stiga.

Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Vålerenga vann 1-0 sigur á Brann. Vålerenga er með fjögur stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.