Innlent

Bein útsending: Ísland ljóstengt

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Fjarskiptastjóður standa fyrir kynningarfundi í dag um árangur af landsátakinu Ísland ljóstengt á síðustu árum. Átakið er sagt hafa bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins.

Tilefni fundarins er úthlutun síðustu styrkja til sveitarfélaga á grundvelli átaksins um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða. Skýrsla um samfélagslegan ávinning af Íslandi ljóstengt verður kynnt á fundinum.

Fundurinn hefst klukkan 13:00 og stendur til yfir til um 14:00. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan.

Dagskrá

  • 13:00 – Samfélagslegur ávinningur af verkefninu Ísland ljóstengt: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
  • 13:15 – Ísland ljóstengt – nálgun og umfang: Páll Jóhann Pálsson, formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs.
  • 13:25 – Reynslusögur frá sveitarfélögum: Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  • 13:35 – Skýrsla um samfélagsleg áhrif af verkefninu Ísland ljóstengt: Vífill Karlsson, hagfræðingur.

Frekari upplýsingar má finna á vef StjórnarráðsinsAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.