Innlent

Bein út­sending: Fundur Sam­fylkingarinnar – Verk að vinna – strax

Atli Ísleifsson skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm

Frambjóðendur Samfylkingarinnar munu kynna nýjar tillögur sínar að „markvissum aðgerðum til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn“ á fréttamannafundi sínum sem hefst klukkan 10:30.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að markmiðið með tillögunum sé að hraða tekjuvexti, draga úr langvarandi kostnaði vegna atvinnuleysis og tryggja að ekki verði bakslag þegar sumrinu lýkur.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir þingmaður og Kristrún Frostadóttir, sem skipar efsta sæti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, munu kynna tillögurnar.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×