Miðvörður Englandsmeistara Man. City skiptir um landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 10:30 Aymeric Laporte hefur bara spilað með Manchester City frá því í janúar 2018 en varð samt enskur meistari í þriðja sinn í gærkvöldi. EPA-EFE/ANDY RAIN Aymeric Laporte varð í gær enskur meistari með Manchester City í þriðja sinn á fjórum tímabilum. Hann fékk líka góðar fréttir fyrir sumarið. Laporte er kominn með spænskt vegabréf og getur því spilað með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, fékk spænska knattspyrnusambandið til að kanna möguleikana á því að Laporte gæti spilað með spænska landsliðinu. Leikmaðurinn sjálfur gaf grænt ljós á það og spænska sambandið fékk það síðan í gegn að þessi 26 ára miðvörður fengi spænsk vegabréf á stuttum tíma. Aymeric Laporte will reportedly represent Spain at Euro 2020 this summer following a personal request from La Roja boss Luis Enrique https://t.co/P8cVaLl79p— talkSPORT (@talkSPORT) May 12, 2021 Laporte á reyndar eftir að ganga endanlega frá skiptunum hjá FIFA en það ætti ekki að vera mikið vandamál eftir nýjustu reglubreytinguna hjá alþjóða sambandinu. Laporte var vissulega fæddur í Frakklandi en hann flutti til Spánar þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði síðan í átta ár með Athletic Bilbao áður en Manchester City keypti hann fyrir 65 milljónir evra árið 2018. Laporte hefur verið valinn í landsliðshóp Frakka en hann hefur aldrei fengið landsleik. Það skiptir engu þótt að hann hafi spilað nítján sinnum fyrir franska 21 árs landsliðið. Laporte sýndi því fyrst áhuga á að sækja um spænskt vegabréf árið 2016 þegar Julen Lopetegui var þjálfari spænska landsliðsins. Seinna það ár þá valdi Didier Deschamps miðvörðinn í franska landsliðið og ekkert meira varð úr því að fá spænska ríkisborgararéttinn. Aymeric Laporte still hasn't made his France debut and is now set to change his nationality so he can play at the Euros this summer... It will be made official today and the 26-year-old is set to be called up for their next set of fixtures! https://t.co/SJrS2a1ANF— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2021 Deschamps gaf honum aftur á móti aldrei fyrsta landsleikinn. Hann hefur síðan annaðhvort verið ónotaður varamaður eða ekki getað verið með vegna meiðsla. Samkeppnin um miðvarðarstöðuna í franska landsliðinu er líka svakalega en þar fyrir eru Raphael Varane, Clement Lenglet, Kurt Zouma, Samuel Umtiti og Presnel Kimpembe svo einhverjir séu nefndir. Spánverjar eru hins vegar ekki í alltof góðum málum. Sergio Ramos hefur verið mikið meiddur og Gerard Pique setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM 2018. Luis Enrique hefur verið að prófa menn eins og Diego Llorente, Inigo Martinez, Eric Garcia og Pau Torres í síðustu leikjum. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á EM á móti Svíum 14. júní næstkomandi en þeir eru líka með Póllandi og Slóvakíu í riðli. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira
Laporte er kominn með spænskt vegabréf og getur því spilað með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, fékk spænska knattspyrnusambandið til að kanna möguleikana á því að Laporte gæti spilað með spænska landsliðinu. Leikmaðurinn sjálfur gaf grænt ljós á það og spænska sambandið fékk það síðan í gegn að þessi 26 ára miðvörður fengi spænsk vegabréf á stuttum tíma. Aymeric Laporte will reportedly represent Spain at Euro 2020 this summer following a personal request from La Roja boss Luis Enrique https://t.co/P8cVaLl79p— talkSPORT (@talkSPORT) May 12, 2021 Laporte á reyndar eftir að ganga endanlega frá skiptunum hjá FIFA en það ætti ekki að vera mikið vandamál eftir nýjustu reglubreytinguna hjá alþjóða sambandinu. Laporte var vissulega fæddur í Frakklandi en hann flutti til Spánar þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði síðan í átta ár með Athletic Bilbao áður en Manchester City keypti hann fyrir 65 milljónir evra árið 2018. Laporte hefur verið valinn í landsliðshóp Frakka en hann hefur aldrei fengið landsleik. Það skiptir engu þótt að hann hafi spilað nítján sinnum fyrir franska 21 árs landsliðið. Laporte sýndi því fyrst áhuga á að sækja um spænskt vegabréf árið 2016 þegar Julen Lopetegui var þjálfari spænska landsliðsins. Seinna það ár þá valdi Didier Deschamps miðvörðinn í franska landsliðið og ekkert meira varð úr því að fá spænska ríkisborgararéttinn. Aymeric Laporte still hasn't made his France debut and is now set to change his nationality so he can play at the Euros this summer... It will be made official today and the 26-year-old is set to be called up for their next set of fixtures! https://t.co/SJrS2a1ANF— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2021 Deschamps gaf honum aftur á móti aldrei fyrsta landsleikinn. Hann hefur síðan annaðhvort verið ónotaður varamaður eða ekki getað verið með vegna meiðsla. Samkeppnin um miðvarðarstöðuna í franska landsliðinu er líka svakalega en þar fyrir eru Raphael Varane, Clement Lenglet, Kurt Zouma, Samuel Umtiti og Presnel Kimpembe svo einhverjir séu nefndir. Spánverjar eru hins vegar ekki í alltof góðum málum. Sergio Ramos hefur verið mikið meiddur og Gerard Pique setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM 2018. Luis Enrique hefur verið að prófa menn eins og Diego Llorente, Inigo Martinez, Eric Garcia og Pau Torres í síðustu leikjum. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á EM á móti Svíum 14. júní næstkomandi en þeir eru líka með Póllandi og Slóvakíu í riðli.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira