Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 23:07 Sprenging á Gasa í kjölfar loftárása Ísraelshers á svæðið. AP/Adel Hana Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Árásirnar eru sagðar svar ísraelskra stjórnvalda við loftskeytum sem skotið var frá Gasa í átt að Jerúsalem. Ísraelsher skaut einhver skeytanna niður, en engin þeirra eru talin hafa náð að valda miklu tjóni. Harka hefur færst í átök milli Ísraels og Palestínu síðustu daga vegna áforma ísraelskra stjórnvalda um að hrekja palestínskt fólk burt úr hverfi í austurhluta Jerúsalem, þar sem landtökufólk hefur gert sig heimakomið. Átökin fóru stigvaxandi í dag, þar sem Ísrael fagnaði í dag svokölluðum „Jerúsalemdegi,“ þar sem þess er minnst þegar Ísrael náði stjórn yfir austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Fyrr í dag mótmæltu Palestínumenn við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælin sneru að áðurnefndum fyrirætlunum Ísraela um að bola fólki úr hluta borgarinnar. Yfir þrjú hundruð mótmælendur særðust í átökum við ísraelsku lögregluna. Ísrael heitir hefndum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að með loftskeytaárásunum hafi Hamas-samtökin, sem fara með vald á Gasa-svæðinu, farið „yfir rauða línu“ og búast megi við því að Ísrael svari með „miklum mætti.“ Þá hefur BBC eftir háttsettum embættismanni innan Ísraelshers að minnst þrír vígamenn Hamas hafi dáið í loftárásunum. „Við erum byrjuð, ég endurtek, byrjuð, að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum á Gasa.“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að stríðandi fylkingar haldi sig til hlés. Hann beindi orðum sínum þó sérstaklega til Hamas-liða og sagði þá verða að hætta loftskeytaárásum sínum tafarlaust. Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Árásirnar eru sagðar svar ísraelskra stjórnvalda við loftskeytum sem skotið var frá Gasa í átt að Jerúsalem. Ísraelsher skaut einhver skeytanna niður, en engin þeirra eru talin hafa náð að valda miklu tjóni. Harka hefur færst í átök milli Ísraels og Palestínu síðustu daga vegna áforma ísraelskra stjórnvalda um að hrekja palestínskt fólk burt úr hverfi í austurhluta Jerúsalem, þar sem landtökufólk hefur gert sig heimakomið. Átökin fóru stigvaxandi í dag, þar sem Ísrael fagnaði í dag svokölluðum „Jerúsalemdegi,“ þar sem þess er minnst þegar Ísrael náði stjórn yfir austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Fyrr í dag mótmæltu Palestínumenn við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælin sneru að áðurnefndum fyrirætlunum Ísraela um að bola fólki úr hluta borgarinnar. Yfir þrjú hundruð mótmælendur særðust í átökum við ísraelsku lögregluna. Ísrael heitir hefndum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að með loftskeytaárásunum hafi Hamas-samtökin, sem fara með vald á Gasa-svæðinu, farið „yfir rauða línu“ og búast megi við því að Ísrael svari með „miklum mætti.“ Þá hefur BBC eftir háttsettum embættismanni innan Ísraelshers að minnst þrír vígamenn Hamas hafi dáið í loftárásunum. „Við erum byrjuð, ég endurtek, byrjuð, að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum á Gasa.“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að stríðandi fylkingar haldi sig til hlés. Hann beindi orðum sínum þó sérstaklega til Hamas-liða og sagði þá verða að hætta loftskeytaárásum sínum tafarlaust.
Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07