Sjáðu VAR-dóminn sem gerði Zidane svo reiðan og alla dramatíkina hjá Real Madrid og Sevilla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2021 16:00 Toni Kroos og Zinedine Zidane krefjast svara frá dómaranum eftir leik Real Madrid og Sevilla. getty/Burak Akbulut Myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu í stórleik Real Madrid og Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Mikil spenna er á toppi spænsku deildarinnar. Atlético Madrid er á toppnum með 77 stig en Real Madrid og Barcelona koma þar á eftir með 75 stig. Sevilla er svo með 71 stig en ef liðið hefði unnið í gær, sem allt stefndi í, væri það enn með í titilbaráttunni. Á 13. mínútu kom Karim Benzema Real Madrid yfir en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Níu mínútum síðar kom Fernando Sevilla í 0-1 sem voru hálfleikstölur. Á 67. mínútu jafnaði varamaðurinn Marco Asensio fyrir Real Madrid eftir sendingu frá Toni Kroos. Sjö mínútum síðar upphófst svo ótrúleg atburðarrás. Eftir hornspyrnu gestanna geystust heimamenn í skyndisókn, Benzema slapp í gegn og Bono, markvörður Sevilla, braut á honum. Dómarinn Juan Martínez Munuera benti á vítapunktinn. Eftir skoðun á myndbandi var dómurinn dreginn til baka og þess í stað dæmt víti á Eder Militao, varnarmann Real Madrid, fyrir hendi í hornspyrnunni rétt áður en Benzema slapp í gegn. Ivan Rakitic tók vítaspyrnuna, skoraði af öryggi og kom Sevilla í 1-2. Allt benti til þess að það yrði sigurmarkið en á fjórðu mínútu í uppbótartíma átti Kroos skot sem fór af Eden Hazard og í netið. Lokatölur 2-2. Mörkin og umdeildu atvikin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Real Madrid 2-2 Sevilla Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, var saltvondur eftir leik og sagðist hvorki skilja upp né niður í VAR. Hann vildi fá víti fyrr í leiknum þegar Sevilla-maðurinn Joan Jordan fékk boltann í höndina. „Ég er mjög reiður. Þú verður að skýra reglurnar um hendi út fyrir mér. Ég ræddi við dómarann og óskaði eftir útskýringu. Hann sagði að þetta væri hendi á Militao en hitt ekki. Venjulega tala ég ekki um dómara en þetta var ekki gott,“ sagði Zidane. Með sigri í gær hefði Real Madrid komist á topp spænsku deildarinnar. Liðið þarf hins vegar núna að treysta á að Atlético Madrid misstígi sig til að verja Spánarmeistaratitilinn. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Mikil spenna er á toppi spænsku deildarinnar. Atlético Madrid er á toppnum með 77 stig en Real Madrid og Barcelona koma þar á eftir með 75 stig. Sevilla er svo með 71 stig en ef liðið hefði unnið í gær, sem allt stefndi í, væri það enn með í titilbaráttunni. Á 13. mínútu kom Karim Benzema Real Madrid yfir en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Níu mínútum síðar kom Fernando Sevilla í 0-1 sem voru hálfleikstölur. Á 67. mínútu jafnaði varamaðurinn Marco Asensio fyrir Real Madrid eftir sendingu frá Toni Kroos. Sjö mínútum síðar upphófst svo ótrúleg atburðarrás. Eftir hornspyrnu gestanna geystust heimamenn í skyndisókn, Benzema slapp í gegn og Bono, markvörður Sevilla, braut á honum. Dómarinn Juan Martínez Munuera benti á vítapunktinn. Eftir skoðun á myndbandi var dómurinn dreginn til baka og þess í stað dæmt víti á Eder Militao, varnarmann Real Madrid, fyrir hendi í hornspyrnunni rétt áður en Benzema slapp í gegn. Ivan Rakitic tók vítaspyrnuna, skoraði af öryggi og kom Sevilla í 1-2. Allt benti til þess að það yrði sigurmarkið en á fjórðu mínútu í uppbótartíma átti Kroos skot sem fór af Eden Hazard og í netið. Lokatölur 2-2. Mörkin og umdeildu atvikin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Real Madrid 2-2 Sevilla Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, var saltvondur eftir leik og sagðist hvorki skilja upp né niður í VAR. Hann vildi fá víti fyrr í leiknum þegar Sevilla-maðurinn Joan Jordan fékk boltann í höndina. „Ég er mjög reiður. Þú verður að skýra reglurnar um hendi út fyrir mér. Ég ræddi við dómarann og óskaði eftir útskýringu. Hann sagði að þetta væri hendi á Militao en hitt ekki. Venjulega tala ég ekki um dómara en þetta var ekki gott,“ sagði Zidane. Með sigri í gær hefði Real Madrid komist á topp spænsku deildarinnar. Liðið þarf hins vegar núna að treysta á að Atlético Madrid misstígi sig til að verja Spánarmeistaratitilinn. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00