Sjáðu VAR-dóminn sem gerði Zidane svo reiðan og alla dramatíkina hjá Real Madrid og Sevilla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2021 16:00 Toni Kroos og Zinedine Zidane krefjast svara frá dómaranum eftir leik Real Madrid og Sevilla. getty/Burak Akbulut Myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu í stórleik Real Madrid og Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Mikil spenna er á toppi spænsku deildarinnar. Atlético Madrid er á toppnum með 77 stig en Real Madrid og Barcelona koma þar á eftir með 75 stig. Sevilla er svo með 71 stig en ef liðið hefði unnið í gær, sem allt stefndi í, væri það enn með í titilbaráttunni. Á 13. mínútu kom Karim Benzema Real Madrid yfir en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Níu mínútum síðar kom Fernando Sevilla í 0-1 sem voru hálfleikstölur. Á 67. mínútu jafnaði varamaðurinn Marco Asensio fyrir Real Madrid eftir sendingu frá Toni Kroos. Sjö mínútum síðar upphófst svo ótrúleg atburðarrás. Eftir hornspyrnu gestanna geystust heimamenn í skyndisókn, Benzema slapp í gegn og Bono, markvörður Sevilla, braut á honum. Dómarinn Juan Martínez Munuera benti á vítapunktinn. Eftir skoðun á myndbandi var dómurinn dreginn til baka og þess í stað dæmt víti á Eder Militao, varnarmann Real Madrid, fyrir hendi í hornspyrnunni rétt áður en Benzema slapp í gegn. Ivan Rakitic tók vítaspyrnuna, skoraði af öryggi og kom Sevilla í 1-2. Allt benti til þess að það yrði sigurmarkið en á fjórðu mínútu í uppbótartíma átti Kroos skot sem fór af Eden Hazard og í netið. Lokatölur 2-2. Mörkin og umdeildu atvikin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Real Madrid 2-2 Sevilla Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, var saltvondur eftir leik og sagðist hvorki skilja upp né niður í VAR. Hann vildi fá víti fyrr í leiknum þegar Sevilla-maðurinn Joan Jordan fékk boltann í höndina. „Ég er mjög reiður. Þú verður að skýra reglurnar um hendi út fyrir mér. Ég ræddi við dómarann og óskaði eftir útskýringu. Hann sagði að þetta væri hendi á Militao en hitt ekki. Venjulega tala ég ekki um dómara en þetta var ekki gott,“ sagði Zidane. Með sigri í gær hefði Real Madrid komist á topp spænsku deildarinnar. Liðið þarf hins vegar núna að treysta á að Atlético Madrid misstígi sig til að verja Spánarmeistaratitilinn. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Sjá meira
Mikil spenna er á toppi spænsku deildarinnar. Atlético Madrid er á toppnum með 77 stig en Real Madrid og Barcelona koma þar á eftir með 75 stig. Sevilla er svo með 71 stig en ef liðið hefði unnið í gær, sem allt stefndi í, væri það enn með í titilbaráttunni. Á 13. mínútu kom Karim Benzema Real Madrid yfir en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Níu mínútum síðar kom Fernando Sevilla í 0-1 sem voru hálfleikstölur. Á 67. mínútu jafnaði varamaðurinn Marco Asensio fyrir Real Madrid eftir sendingu frá Toni Kroos. Sjö mínútum síðar upphófst svo ótrúleg atburðarrás. Eftir hornspyrnu gestanna geystust heimamenn í skyndisókn, Benzema slapp í gegn og Bono, markvörður Sevilla, braut á honum. Dómarinn Juan Martínez Munuera benti á vítapunktinn. Eftir skoðun á myndbandi var dómurinn dreginn til baka og þess í stað dæmt víti á Eder Militao, varnarmann Real Madrid, fyrir hendi í hornspyrnunni rétt áður en Benzema slapp í gegn. Ivan Rakitic tók vítaspyrnuna, skoraði af öryggi og kom Sevilla í 1-2. Allt benti til þess að það yrði sigurmarkið en á fjórðu mínútu í uppbótartíma átti Kroos skot sem fór af Eden Hazard og í netið. Lokatölur 2-2. Mörkin og umdeildu atvikin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Real Madrid 2-2 Sevilla Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, var saltvondur eftir leik og sagðist hvorki skilja upp né niður í VAR. Hann vildi fá víti fyrr í leiknum þegar Sevilla-maðurinn Joan Jordan fékk boltann í höndina. „Ég er mjög reiður. Þú verður að skýra reglurnar um hendi út fyrir mér. Ég ræddi við dómarann og óskaði eftir útskýringu. Hann sagði að þetta væri hendi á Militao en hitt ekki. Venjulega tala ég ekki um dómara en þetta var ekki gott,“ sagði Zidane. Með sigri í gær hefði Real Madrid komist á topp spænsku deildarinnar. Liðið þarf hins vegar núna að treysta á að Atlético Madrid misstígi sig til að verja Spánarmeistaratitilinn. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Sjá meira
Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00