Fótbolti

Lille með pálmann í höndunum eftir jafntefli PSG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessi gæti verið í vandræðum.
Þessi gæti verið í vandræðum. vísir/getty

PSG þarf að hafa heppnina með sér í liði í lokaumferðum frönsku úrvalsdeildarinnar þar sem Lille stendur vel að vígi á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af mótinu.

Ríkjandi meistarar PSG sóttu Rennes heim í kvöld og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Brasilíumaðurinn Neymar fagnaði nýjum risasamningi með því að koma PSG í forystu af vítapunktinum á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

Sehrou Guirassy jafnaði metin fyrir heimamenn á 70.mínútu og þar við sat en Presnel Kimpembe, varnarmaður PSG, fékk að líta rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok.

Lille hefur þriggja stiga forystu á PSG fyrir síðustu tvær umferðirnar en Lille á eftir að mæta Saint-Etienne og Angers á meðan PSG á eftir að mæta Reims og Brest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×