Fótbolti

Endar Lewandowski á Englandi?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewandowski hefur leikið með bæði Bayern og Dortmund í Þýskalandi.
Lewandowski hefur leikið með bæði Bayern og Dortmund í Þýskalandi. Roland Krivec/Getty

Robert Lewandowski hefur síðan 2014 raðað inn mörkum fyrir þýska stórliðið Bayern Munchen en brátt gæti sagan verið önnur.

Þýski vefmiðillinn SportBild greinir frá því að umboðsmaður Lewandowskis muni leggja pressu á Bayern að hækka laun hans umtalsvert eða selja hann annað.

Mikill áhugi er eðlilega á Lewandowski á Englandi en hann hefur verið einn albesti framherji heims undanfarin ár.

Vilji hann fá betri samning en hann fær hjá Bayern er enska úrvalsdeildin talin afar líklegur áfangastaður.

Ekki hafa nein lið verið nefnd til sögunnar en stærstu félögin munu væntanlega bítast um þann pólska.

Hann hefur skorað 289 mörk í 326 leikjum fyrir Bayern en hann á tvö ár eftir af samningi sínum í Þýskalandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.