Innlent

Vöntun á hrossum til slátrunar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
SS leitar nú logandi ljósi af hrossum til slátrunar.
SS leitar nú logandi ljósi af hrossum til slátrunar. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sláturfélag Suðurlands leitar nú logandi ljósi af hrossum til slátrunar til að uppfylla samning um sölu á fersku hrossakjöt til Sviss.

Sláturfélag Suðurlands hefur auglýst mikið eftir hrossum til slátrunar á síðustu vikum en viðbrögðin hafa ekki verið jafn góð og fyrirtækið vonaðist eftir. En af hverju vantar svona mikið hross til slátrunar. Benedikt Benediktsson er framleiðslustjóri hjá SS á Hvolsvelli.

„Það er þannig að við erum að selja ferskt hrossakjöt til Sviss í hverri viku og þar erum við með ákveðna samninga, sem við erum að reyna að standa við. Það er bara oft á þessum tíma að þá er minna framboð af hrossum til slátrunar þannig að við erum að hvetja menn að senda til slátrunar. Nú er bara að bíða og vona að menn taki við sér“, segir Benedikt.

En nú er til svo mikið af hrossum á Íslandi, af hverju vilja menn ekki slátra?

Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ætlið það séu ekki bara gæðingarnir, sem menn vilja ekki láta í sláturhúsið. Það eru að fást þokkaleg verð fyrir hrossin.

En úr hrossunum í kjötvinnslu sláturfélagsins á Hvolsvelli, sem fagnaði 30 ára afmæli 1. maí síðastliðinn. Benedikt segir að nú sé allt kapp lagt á að gera grillkjötið fyrir sumarið klárt í vinnslunni enda reiknar hann með að sumarið 2021 verið grillsumarið mikla.

„Ég held að það sé ekki nokkur spurning og við erum bara spenntir fyrir því og erum einmitt að kynna nýjungar í grillkjöti núna, sem er að fara á markað, þetta verður hið besta sumar held ég“, segir Benedikt.

Benedikt reiknar með sprengingu á sölu á grillkjöti í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.