Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 14:49 Frá skrifstofum Washington Post. Dómsmálaráðuneytið fékk afhent gögn um símanotkun þriggja blaðamanna blaðsins í tengslum við rannsókn á leka á upplýsingum. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna. Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar. Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira
Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sjá meira