Ríkisstjórn Trump fékk gögn um símanotkun blaðamanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 14:49 Frá skrifstofum Washington Post. Dómsmálaráðuneytið fékk afhent gögn um símanotkun þriggja blaðamanna blaðsins í tengslum við rannsókn á leka á upplýsingum. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í forsetatíð Donalds Trump fékk á laun gögn um símanotkun blaðamanna Washington Post í tengslum við umfjöllun þeirra um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Það reyndi ennfremur að komast yfir upplýsingar um tölvupósta blaðamannanna. Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar. Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Þremur núverandi og fyrrverandi blaðamönnum blaðsins var tilkynnt á dögunum um að ráðuneytið hefði fengið upplýsingar um símanotkun þeirra á þriggja og hálfs mánaðar tímabili frá apríl til júlí árið 2017. Vöktunin er sögð hafa tengst rannsókn á upplýsingaleka. Washington Post segir fátítt að dómsmálaráðuneytið leggi fram stefnur til að komast yfir gögn blaðamanna til að afhjúpa heimildarmenn fjölmiðla. Dómsmálaráðherra þarf að samþykkja slíkar kröfur sérstaklega. Talsmaður ráðuneytisins um að afla gagnanna var tekin í fyrra en William Barr var ráðherra nær allt árið. Bandarískir fjölmiðlar hafa lengi mótmælt því að stjórnvöld leggi hald á gögn blaðamanna til að hafa uppi á heimildarmönnum sem kunna að hafa lekið trúnaðarupplýsingum. Það skaði möguleika fjölmiðla á að afla frétta og vinna traust heimildarmanna. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari beitingu ríkisvalds til að fá aðgang að samskiptum blaðamanna. Dómsmálaráðuneytið ætti að greina þegar í stað frá rökum sínum fyrir þessu inngripi í störf blaðamanna við vinnu þeirra, athæfi sem nýtur verndar fyrsta viðaukans [stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggir meðal annars tjáningar- og fjölmiðlafrelsi],“ segir Cameron Barr, starfandi aðalritstjóri Washington Post. Ráðuneytið sjálft segir að ákvörðunin um að gefa út stefnu til að nálgast gögn blaðamannanna hafi verið öþrifaráð við rannsókn málsins og að hún hafi ekki verið auðveld. Farið hafi verið að verkferlum um fjölmiðla. Blaðamennirnir séu ekki til rannsóknar heldur þeir sem kunna að hafa lekið ríkisleyndarmálum. Ekki liggur fyrir að hverju rannsókn ráðuneytisins beinist. Blaðamennirnir þrír skrifuðu hins vegar frétt á tímabilinu um njósnir bandarískra yfirvalda um að Jeff Sessions, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Alabama, hefði rætt við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, um framboð Trump árið 2016. Sessions var dómsmálaráðherra þegar fréttin birtist. Samskipti Sessions við Kislyak og aðkoma hans að framboði Trump urðu til þess að hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa yfirumsjón með rannsókn á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skipaði í kjölfarið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sérstakan rannsakanda í málinu, Trump forseta til mikillar skapraunar.
Bandaríkin Rússarannsóknin Fjölmiðlar Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira