Fótbolti

Elías Már skoraði í tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elías Már var á skotskónum í kvöld en það dugði ekki til.
Elías Már var á skotskónum í kvöld en það dugði ekki til. Pim Waslander/Getty Images

Elías Már Ómarsson kom Excelsior yfir er liðið heimsótti Jong AZ í hollensku B-deildinni í kvöld en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og unn 2-1.

Elías Már skoraði strax á 7. mínútu leiksins. Var þetta hans 22. mark í deildinni á leiktíðinni. Jelle Duin jafnaði hins vegar metin á 17. mínútu og kom Jong AZ svo yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu.

Julian Baas hjálpaði Excelsior lítið í leit að jöfnunarmarki en hann fékk beint rautt spjald á 78. mínútu leiksins og gestirnir því manni færri undir lok leiks. Hvorugt lið bætti við marki og lokatölur því 2-1 Jong AZ í vil.

Elías Már lék allan leikinn í liði Excelsior sem er í 9. sæti þegar ein umferð er eftir af deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.