Zlatan fór meiddur útaf þegar AC Milan rúllaði yfir Juventus

Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Ítalíumeistarar Juventus eiga á hættu að ná ekki Meistaradeildarsæti eftir slæmt tap gegn AC Milan á heimavelli í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni.

Brahim Diaz kom AC Milan í forystu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Það gekk ýmislegt á afturfótunum hjá gestunum í síðari hálfleik. Franck Kessie misnotaði vítaspyrnu eftir klukkutíma leik og skömmu síðar þurfti Zlatan Ibrahimovic að fara meiddur af velli.

Án Zlatan tókst AC Milan engu að síður að klára leikinn. Ante Rebic kom AC Milan í 0-2 á 78.mínútu og skömmu síðar gulltryggði Fikayo Tomori sigurinn.

AC Milan nú með 72 stig í 3.sæti deildarinnar en Juventus hefur 69 stig í 5.sætinu með einu stigi minna en Napoli sem er í 4.sæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni í Serie A.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.