Högg fyrir Totten­ham í Meistara­deildar­bar­áttunni

Kane svekkir sig í dag.
Kane svekkir sig í dag. Oli Scarff/Getty

Leeds vann fyrsta leik dagsins í enska boltanum er þeir unnu 3-1 sigur á Tottenham á heimavelli.

Stuart Dallas kom Leeds yfir á áttundu mínútu en Heung-Min Son jafnaði metin tólf mínútum síðar.

Heimamenn náðu þó aftur forystunni fyrir hlé er hinn funheiti Patrick Bamford skoraði.

Tottenham reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik en Rodrigo gerði út um leikinn á 84. mínútu.

Lokatölur 3-1 sigur Leeds sem er nú með 50 stig í níunda sætinu en Tottenham er í því sjötta með 56.

Tottenham er nú fimm stigum frá Chelsea, í Meistaradeildarsæti, og Chelsea á leik til góða gegn City síðar í dag.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.