Dæmd fyrir að slá son sinn ítrekað í deilum um Fortnite-spilun Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2021 21:01 Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári. Myndin er úr safni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt móður í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið þrettán ára son sinn eftir rifrildi þeirra í millum um Fortnite-spilamennsku sonarins sem móðirin taldi meiri en góðu hófi gegndi. Fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Í dómnum kemur fram að þáverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig var ákærður í málinu, hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan móðirin sló hann ítrekað í andlitið svo blæddi úr munni. Sagðist maðurinn hafa stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum mæðginanna og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og haldið höndum hans föstum fyrir aftan bak til að koma í veg fyrir að „drengurinn hjólaði í móður sína“. Vildi ekki slökkva á tölvunni Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári, en konan var sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Umrætt atvik átti sérstað 19. febrúar 2020, en drengurinn sagðist þá ekki vilja fara sofa klukkan 23 líkt og hann var beðinn um, þar sem það væri ekki skóli daginn eftir. Móðirin hafi þá slökkt á netbeini og drengurinn við það reiðst mjög. Segir að sambýlismaður móðurinnar hafi svo blandað sér í málið, verið „mjög reiður“ og haldið drengnum. Móðurinni og manninum, sem voru á þeim tímapunkti nýbyrjuð saman, bar ekki saman um hvað hafi gerst umrætt kvöld. Neituðu þau bæði sök og vísuðu ábyrð á því sem gerðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða þá drenginn. Sleginn ítrekað í andlit með flötum lófa Dómurinn taldi það hins vegar yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun, að móðirin hafi veist að drengnum með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa þannig að blæddi úr munni hans. Var því hafnað, líkt og kom fram í framburði móðurinnar, að hún hafi valdið áverka í munni drengsins með því að grípa um munn hans. Var háttsemi konunnar gagnvart barni sínu þess utan talin hafa verið „ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg“. Konan var dæmd til greiðslu hálfrar milljónar í miskabætur til drendsins, auk greiðslu sakarkostnaðar, um tvær milljónir króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þáverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig var ákærður í málinu, hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan móðirin sló hann ítrekað í andlitið svo blæddi úr munni. Sagðist maðurinn hafa stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum mæðginanna og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og haldið höndum hans föstum fyrir aftan bak til að koma í veg fyrir að „drengurinn hjólaði í móður sína“. Vildi ekki slökkva á tölvunni Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári, en konan var sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Umrætt atvik átti sérstað 19. febrúar 2020, en drengurinn sagðist þá ekki vilja fara sofa klukkan 23 líkt og hann var beðinn um, þar sem það væri ekki skóli daginn eftir. Móðirin hafi þá slökkt á netbeini og drengurinn við það reiðst mjög. Segir að sambýlismaður móðurinnar hafi svo blandað sér í málið, verið „mjög reiður“ og haldið drengnum. Móðurinni og manninum, sem voru á þeim tímapunkti nýbyrjuð saman, bar ekki saman um hvað hafi gerst umrætt kvöld. Neituðu þau bæði sök og vísuðu ábyrð á því sem gerðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða þá drenginn. Sleginn ítrekað í andlit með flötum lófa Dómurinn taldi það hins vegar yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun, að móðirin hafi veist að drengnum með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa þannig að blæddi úr munni hans. Var því hafnað, líkt og kom fram í framburði móðurinnar, að hún hafi valdið áverka í munni drengsins með því að grípa um munn hans. Var háttsemi konunnar gagnvart barni sínu þess utan talin hafa verið „ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg“. Konan var dæmd til greiðslu hálfrar milljónar í miskabætur til drendsins, auk greiðslu sakarkostnaðar, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira