Innlent

Auka­verkanir Jans­sen vekja litla lukku hjá bólu­settum

Sylvía Hall skrifar
Mikill fjöldi var bólusettur með bóluefni Janssen í gær, en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af Janssen til að vera fullbólusettur.
Mikill fjöldi var bólusettur með bóluefni Janssen í gær, en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af Janssen til að vera fullbólusettur. Vísir/Vilhelm

Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum.

Vísir greindi frá því í morgun að mikil veikindi væru meðal starfsmanna í kjölfar bólusetningar á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík. Þegar blaðamaður ræddi við leikskólastjóra í morgun voru sautján af tuttugu starfsmönnum sem fóru í bólusetningu veikir. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir eitthvað um það að kennsla hafi verið skert í dag.

„Það er eitthvað um það að börn geti ekki mætt í leikskólana og kennslan er skert. Leikskólinn er viðkvæmur fyrir mönnun og við biðlum til foreldra að taka því vel, en þetta gengur vonandi hratt yfir, bæði bólusetningin og bati þeirra sem fá eftirköst og ég sendi þeim öllum mínar batakveðjur,“ sagði Haraldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Hann segist vona að foreldrar sýni stöðunni skilning. „Ég trúi ekki öðru. Við erum að standa í þessu saman og nú er verið að ráðast í að bólusetja þessa framlínustétt, sem er vel og þá eru bara bjartari tímar fram undan.“

„Góð hugmynd að hafa þetta á miðvikudegi“

Bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig undanfarna daga og hafa margir fagnað sínu boði með færslum á samskiptamiðlum og myndum frá Laugardalshöll. Í dag hafa þó nokkrir greint frá aukaverkunum í kjölfar bólusetningar á Twitter og eru dæmi um að deildum leikskóla hafi verið lokað.

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson er einn þeirra sem fékk bólusetningu í gær, en hann hefur ákveðið að kalla aukaverkanirnar „covid light“.

Flestir lýsa hefðbundnum flensueinkennum; hita, hausverk, slappleika og beinverkjum. Margir hafa deilt reynslu sinni á samfélagsmiðlum, enda mikill fjöldi sem fékk bólusetningu í gær.

Dagskrárgerðarkonan Lóa Björk Björnsdóttir reynir þó að slá á einkennin.


Tengdar fréttir

Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll

Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni.

Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur

Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar.

Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag

Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×